Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Síða 75

Eimreiðin - 01.01.1896, Síða 75
75 En nú er það óhrekjandi sannleikur, að líf og farsæld okkar allra, — og að meira eða minna leyti einnig þeirra, sem eru á okkar vegum, — er komin undir kunnáttu okkar og leikni í tafli, sem er langt um flóknara og erfiðara en skáktaflið. — Það er tafl, sem hefur verið leikið á öllum öldum frá því mannkynið fæddist. Hver maður og hver kona er annar leikandinn í tafli út af fyrir sig. Taflborðið er heimurinn; skákmennirnir eru allt, sem við ber í lífinu og náttúrunni; taflreglurnar eru náttúrulögmálið. — Sá, sem við erum að tefla við, er ósýnilegur; en við vitum, að hann leikur æfinlega rjett og heíur aldrei nein brögð í tafli. En við vitum líka, að hann tekur æfinlega eptir því, ef okkur verður það, að leika af okkur, og að hann tekur aldrei minnsta tillit til vankunnáttu okkar. Sá, sem vinnur taflið, fær útborgað stórfje með allri þeirri rausn og göfuglyndi, sem sá, sem er meiri máttar, jafnan hefur svo gaman af að sýna mátt sinn með. Sá, sem teflir illa, verður »mátaður«, — kalalaust en þó miskunnarlaust. Það fer varla hjá því, að samliking mín minni suma á hið fræga málverk Retzsch’s, þar sem hann sýnir Satan vera að tefla skák við mann um sál hans. — Setjum nú svo, að á þessari pent- mynd væri i stað djöfulsins með kuldaglotti sínu kominn rólegur og máttugur engill, sem væri að tefla að gamni sínu og í mesta bróðerni, eins og móðir við barn, og vildi heldur tapa en vinna, — þá held jeg það væri sönn mynd af lífinu. Og það, sem jeg kalla uppeldi og menntun, er: að læra reglurnar fyrir þessu mikla tafli, sem er svo þýðingarmikið, að líf og farsæld okkar allra er komin undir leikslokunum. Þýtt af V. G. íslenzk hringsjá. BÆKUR SENDAR EIMREIÐINNI: ÍSLENDINGASÖGUR io., n., 12. Búið hefur til prentunar Valdimar Asmundarson. Rvík 1894—5. I þessum þrem númerum eru þrjár hinna ágætustu af Islendingasögum: Njdla, Laxdœla og Eyrbyggja, og mun leitun á skemmtilegri bókum. Á sögum þessum er auk þess gjafverð og frágangurinn yfirleitt góður. Þó lýsir sjer sumstaðar nokkuð mikil fljótfærni. Þannig er t. d. skýrt frá því í formálanum fyrir Laxdælu, að hún sje prentuð eptir útgáfu dr. Kálunds, en hann hafi gefið söguna út eptir handriti, sem eflaust sje afskript af •Vatnshyrnu*

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.