Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Side 79

Eimreiðin - 01.01.1896, Side 79
79 að börnum holdsveikra foreldra skuli ávallt komið fyrir á öðrum heimilum, og segir, að í þessu efni taki hin íslenzku lög fram sams konar lögum annara landa. Aptur á móti álítur hann, að ákvæðin um, að halda skuli holdsveikum sjúkling- um aðgreindum frá öðru fólki á heimilinu, hafi litla þýðingu, eptir því sem til hagar á íslandi. Álítur hann að betra hefði verið, að haga ákvæðunum þannig, að taka skyldi eitt kot í hverju hjeraði, þar sem holdsveiki væri, og flytja alla sjúklinga hjeraðsins þangað og ala þar önn fyrir þeim á kostnað hins opinbera, því þeir væru hvort sem er allir, eða yrðu að minnsta eptir fá ár, þurfamenn, er skylt væri að sjá fyrir lífsuppeldi af almannafje. Við þetta fyrirkomulag álítur hann að vel mætti bjargast og sparaðist við það hinn mikli kostnaður við flutn- ing sjúklinganna á sjúkrahús. Þó segir hann að regluleg hjúkrunarstofnun væri auðvitað bezt, og mætti svo síðar, er holdsveikin tæki að rjena, nota húsið sem heilbrigðisstofnun fyrir berklasjúkt fólk, eins og gert hefði verið í Noregi, enda mundi skjótt að því reka, að full nauðsyn yrði á slíkri stofnun á Islandi og væri jafnvel nú þegar. ÞÝÐINGAR ÚR ÍSLENZKUM RITUM hafa birzt nokkrar árið sem leið. M. phil. C. Kúchler i Leipzig hefur þýtt »Tilhugalífið« eptir Gest Pálsson (í tDie Romanwelt”) og W. A. Craigie, M. A. í St. Andrews á Skotlandi, kvæðið »Eykona hvít við dimmblátt djúp« eptir Stgr. Thorsteinsson (í »College Echoes«) og fleiri kvæði. Þá hefur og skáldkona ein á Skotlandi, frú D. Leith, sem tv'vegis hefur ferðazt til íslands, þýtt 23 íslenzk kvæði eptir ýms skáld. Eru 15 þeirra eptir Stgr. Thorsteinsson, 3 eptir Hallgrím Pjetursson, en hiu eptir Bjarna Thórarensen, Jónas Hallgrímsson, Grím Thomsen, Hannes Hafstein og Þorstein Gíslason, eitt eptir hvern þeirra. Þýðingar þessar, sem eru sjerstakur flokkur í allstóru ljóða- safni (tOriginal Verses and Translations«, London 1895), eru tileinkaðar dr. Grími Thomsen með snotru smákvæði. I safninu eru og bæði ferðakvæði frá Islandi og nokkur söguljóð, og er efnið í þeim tekið úr fomsögum vorum. — í »Ver- handlungen der Berliner anthropologischen Gesellschaft«'he{m ungfrú M. Lehmann- Filhés birt útdrátt úr ritgerðum Brynjúlfs Jónssonar í »Árbók hins íslenzka forn- leifatjelags« 1894 um rannsóknir á hoftóptum og Árnessþingstað hinum forna, og fylgja sömu myndir útdrættinum, sem ritgerðum Brynjúlfs í Árbókinni. Á undan útdrættinum er stutt en þó greinilegt yfirlit yfir landsstjórn og dómaskipun á Islandi á þjóðveldistímanum. RITGERÐIR UM ÍSLENZK EFNI. Dr. Finnur Jónsson hefur skrifað fróð- lega ritgerð á þýzku (í vFestschrift zur pojáhrigen Doktorjubelfeier Karl Weinholds«( Strassburg 1896) um orðið »hörgr« og þýðingu þess í fornritum vorum. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að það tákni gyðjuhof, þar sem konur hafi staðið fyrir blótum. Ekki getum vjer þó verið honum samdóma um þetta, þótt hann hafi talið mörg rök til stuðnings skoðun sinni, sem ekki er auðhlaupið að að hnekkja sumum hverjum. — í »Proceedings of the Society of Antiquaries of Scotland« hefur IV. A. Craigie, M. A., birt ritgerð um »Skotlands rímur« eptir sjera Einar Guðmundsson (í safni Árna Magnússonar), sem hann segir muni vera ortar um 1610. Er ritgerð þessi vel rituð og leiðrjettir meðal annars misskilning í rímnaskrá Jóns Sigurðssonar viðvíkjandi því, um hvaða atburð í sögu Skotlands rímurnar sjeu ortar. Sami höf. hefur og skrifað grein um »Eimreiðina« og »Sunnanfara« í »Tlie Scottish Review« (okt. 1895). — M. phil. C. Kuchler hefur skrifað greinar um ísland í »Das 20. Jahrhundert’ (Berlín 1895) og »Akademische

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.