Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Side 80

Eimreiðin - 01.01.1896, Side 80
8o Revúei- (I, io og II, i, Múnchen 1895), og hina þriðju í »Die Kritik« (11,57; Ber- lín 1895) um lagning frjettaþráðar til Islands, og mælir hann þar sterklega með því, að bæði Þjóðverjar og aðrar þjóðir styðji það mál. I ritgerð þessari er bein- línis sagt, að alþingi hafi tjáð sig fúst til að kosta lagning frjettaþráðarins milli íslands og Hjaltlands, og lítur út sem orðin um þetta sjeu hreint og beint þýdd úr ályktun alþingis, því þau eru merkt tilvitnunarmerkjum. Er þetta mjög óheppi- legt, en stafar sjálfsagt af því, að höf. hefur verið skýrt rangt frá ályktun alþingis. Annars hafa greinar um þetta frjettaþráðarmál staðið í mörgum útlendum blöðum og víðast hvar verið rangt frá því skýrt. -- Ekkert hefur enn hevrzt um það, hvað Mr. Mitchell hefur orðið ágengt í þessu máli, eða hvort hann hefur nokkuð gert því til framkvæmdar. Þó má geta þess, að hann hefur fyrir skömmu skrifað ritstjóra Eimreiðarinnar, að þess mundi ekki langt að bíða, að hann kæmi hingað til Khafnar, til þess að tala við íslenzka ráðaneytið og stjórn Dana um málið. FERÐABRJEF FRÁ ÍSLANDI hefur Dr. Ehlers skrifað í »Berlingatíðindi«, 15 að tölu, og hefur sjerprent af þeim kornið út í bókarformi, og er það kver 128 bls. Efnið i brjefum þessum er aðallega lýsing á landslagi og stöðum þeim, sem höf. hefur farið um, og lætur hann mjög af íslenzkri náttúrufegurð og hvetur menn til að ferðast til íslands, enda segist hann fullkomlega sannfærður um, að landið eigi mikla framtíð fyrir höndum sem ferðamannaland, því þar megi sjá því nær allt það, er mest aðdráttarafl hafi fyrir ferðamenn, er vilji lypta sjer upp á sumrin. í brjefum þessum er sáralítið minnzt á landsbúa og lifnaðarhætti þeirra, og virðist sem höf. hafi nú gert sjer far urn að sneiða hjá öllu, er sært gæti tilfinningar íslendinga. — Mannvirkjafræðingur A. P. Hanson (frá Berlín), sem ferðaðist á íslandi í fyrra sumar, til þess að rannsaka og gera áætlun um kostnað við talþráðarlagningu milli Reykjavíkur og Akureyrar, hefur og ritað greinar um ferð sína í nokkur blöð í Ameríku, og er í þeinr einkum skýrt frá framförum þeim, sem orðið hafi á Islandi 10 síðustu árin. Hann hefur og haldið fyrirlestra (í des. f. á. og jan. þ. á.) um ísland í Berlín og sýnt þar hátt á annað hundrað myndir frá íslandi i ljósvel, á líkan hátt og Dr. Cahnheim gerði hjer í Khöfn í fyrra (sbr. EIMR. I, bls. 79). ÍSLENZKUR ÞlNGMAÐUR ERLENDIS. Við þingkosningar þær, sem fram fóru í Manitoba í síðastliðnum janúarmánuði, kepptu tveir Islendingar um þingmannssæti, þeir Baldvin Baldvinsson og Sigtryggur Jónasson, og hlaut hinn síðarnefndi kosningu. Er hann þannig hinn fyrsti Islendingur, sem komizt hefur á þing í Kanada, og virðist það benda á, að menn beri rneira traust til hans í Ameríku, en sumir landar hans heirna á Íslandi virtust gera, er hann var að bera þar fram »stóra málið« svo kallaða árið 1894. V. G.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.