Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 4

Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 4
164 hefir látið mig verða til þess! Ó, saklaus,----------------. Kraptana þraut. Skelfingin varð tilfinningunum yfirsterkari. Hann hnje úr sætinu á gólfið. Ungu hjónin voru i næsta herbergi, og heyrðu það. Þegar þau komu virtist presturinn vera örendur.------------ Nokkru síðar stóðu svolátandi frjettir í blöðunum: Prestur dáinn. Hinn 26. f. m. dó hinn alkunni prestur síra Hösk- uldur Konráðsson á Kálfá. Óvist er, hvað dauðamein hans var. Er lík- ast, að slitnað hafi æð i heilanum, eða það hafi verið einhver tegund af slagi. Hann hafði verið að lesa, og ekki getið um að hann kenndi sjer nokkurs meins. Hann var sem örendur, er að honum var komið. Var strax vitjað hjeraðslæknisins, en allar tilraunir hans komu fyrir ekki. Pykir atburður þessi hafa orðið með undarlegum hætti, eigi siður en hvarf Unnar sálugu Sigurðardóttir, sem varð fyrir ári síðan.« II. Jón bóndi í Skíðanesi hafði æfinlega verið fátækur. Nú var konan hans, hún Asgerður Aradóttir, dáin, eptir langvarandi þján- ingar og harmkvæli, sem holdsveikinnf eru samfara. Níu börn þeirra voru á lífi. Þrjú voru komin yfir fermingaraldur, en sex fyrir innan hann, það yngsta á fimmta árinu. Elzta barnið var Ari, tuttugu og eins árs gamall. Hann hafði einlægt verið gjörvilegur piltur og allir töldu gott mannsefni í honum. En nú, — ja, nú leyndi það sjer ekki lengur, að hann hlaut fyrr eða síðar að verða fórnardýr holdsveikinnar, sem lá x ættinni. Hún var búin að setja Öll öryggiseinkenni á hann, þó hann væri ekki eldri. Enn þá hafði hann hjer um bil heila heilsu. Og hann varð að vinna, og vildi vinna, allt mögulegt. Hann fór til sjóróðra næsta haust eptir að móðir hans dó. Þá var gott fiskifang og gott kaup á Austfjörðum. Og það var svo sem ekkert spursmál fyrir einn eða neinn að nota sjer það tækifæri, og allra sizt fyrir feðgana i Skíðanesi. Ari vildi langt um heldur vera við sjóinn þetta haust, heldur en heima í vafstr- inu og vandræðunum, þó hann væri því alveg óvanur. Svo var hann fram að jólum í fiskiverinu. Hann hafði fast að 200 kr. upp úr þvi. Það var nú laglegur skildingur og góður búbætir fyrir fátækling. En hann varð líka að þola stöðuga vosbúð og rnargan kaldan dag. Og það verða allir sjómenn að þola. Hann var samt langverst útbúinn af öllum, — efnin leyfðu ekki annað —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.