Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 38

Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 38
198 fetum yfir jörðina. Hún stiklaði á heiðarbrúnunum og hafði dal- ina í einu skrefi. Nú var höfuðskepnunum sleppt í fyrsta sinn fram á leikvöll- inn; og þær hristu sig í jötunmóði og glömruðu hlekkjaslitrun- um, sem hjengu þeim við hálsa. Þrumur og eldingar þutu yfir landið, og regnið fossaði úr skýjunum, hafið freyddi inn á löndin, og skógarnir kváðu við af villidýrahrinum og af neyðarópum hinna kraftminni dýra, sem ljetu líf sitt fyrir hinum og urðu þeim að bráð. Aður höfðu mennirnir stigið úr rekkjum þegar sólin var beint í austri. Nú drógst það fram um hádegi. Þó vóru þeir úrvinda af svefnleysi, rauðeygðir og klístraðir um hvarmana og óstyrkir í fótum. Aldrei hefir náttúran tekið öðrum eins stakkaskiptum, og á þessari einu nótt. Stormurinn hafði brotið skógartrjen en rifið sum upp með rótum og velt fjallháum ölduhryggjunum upp úr hafsdjúpinu. Hvítfyssandi brimgarðurinn gein yfir sjávarströnd- inni, og það var voða vöxtur í ánum: þær flæddu blóðlitaðar yfir bakkana. Fjallabrúnirnar voru hvítar af fönn, og sólin sást að- eins gegnum jeljahrannirnar, nábleik eins og kona sem er nýstig- in af sæng eptir fæðingu — nú á dögum. Þegar nóttinn var skollin yfir, þrumurnar lustu heiðarnar kinnhest og eldingarnar kveyktu í trjánum — þá ærðust einnig dýrin í mörkinni og fiskarnir í sjónum. Nú hafði sauðurinn feng- ið að kenna á heljarafli ljónsins og músin fengið að vita, hversu klær kattarins eru nálhvassar. Þá hafði hákarlinn ekki haldið kyrru fyrir; hann lauk upp ginhjörum sínum og skellti maka sinn sundur í miðju. Fálkinn hafði slitið hjartað úr rjúpunni lifandi. I stuttu máli: máttleysið laut í lægra haldi fyrir grimdinni og hnefa- rjettinum. Sólin kastaði fölum bjarma yfir hræstráða jörðina og blóðlit- aðan vatnakorginn. Hrafnar og ernir sveimuðu í stórum flokkum yfir valnum, köstuðu sjer niður og slitu náinn, með klóm og nef- goggum — og átu; en hingað og þangað var jörðin grafin í sund- ur eptir kvikindi, sem leituðu sjer hælis fyrir öðrum grimmari og máttugri; nú var engin skepna lengur óhult fyrir annari. Þjáningar og drepsóttir börðu nú að dyrum, og dauðinn kom í hvert hreysi. Gleði og velgengni fóru á vergang, en ólund og örbirgð settust í öndvegi og spertu býfurnar um þveran pall. Ald-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.