Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 30

Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 30
190 Lærisveinarnir liggja mestan tima árs í leti og ómennsku, og þegar bú- ið er að útskrifa þá, halda þeir annaðhvort letilífi sinu áfram, eða gefa sig að veraldlegum störfum. Loks verða þeir prestar, og þá taka við búksorgirnar og fátæktin. Brauðin eru rýr, þeir eiga fyrir konu og börnum að sjá, og verða þvi að þræla frá morgni til kvölds eins og óbrotnir vinnumenn og geta þvi litt borið umhyggju fyrir sínu andlega uppeldi. Jeg hef sjeð úrvalið af prestunum hjer nyrðra og mjer til mik- illar undrunar orðið þess var, hve grunnt þeir rista. Þeir geta þvælt aptur og fram og fram og aptur um smámuni, en þegar um eitthvað vandasamt og alvarlegt er að ræða, verða þeir orðlausir. Hinn 21. þ. m. skoðaði jeg brjefaskrinu stólsins, en hún er i því ásigkomulagi, að varla getur verra verið. Þar var rótað saman í eina bendu áriðandi skjölum, svo sem skólareglugjörðinni, gjafabrjefum og yfirreiðarbókum biskupanna, að jeg ekki minnist á konunglegar tilskipanir, sem ekki voru nema sárfá- ar. Jeg hef því skrifað erfingjum biskupsins sáluga og krafizt af þeim allra opinberra skjala, er kynnu að vera í þeirra vörzlum, og auk þess beðið Lafrentz amtmann að vera mjer hjálplegan í því efni. I gær fjekk jeg mjög kurteislegt brjef frá Jóni biskupi Árnasyni í Skálholti, og býðst hann til að láta mjer í tje alla ástsemd og vináttu. Hann hefur, sóma- mennið að tarna, eptir beiðni minni sendt mann 20 mílur til að sækja kverin, sem jeg hef meðferðis. Raunar kemur hann í brjefi sínu fram með fjölda af athugasemdum við nýja kverið, en það er auðvelt að ■eyða þeim öllum. — Fyrir flutning á dóti mínu heim til staðarins varð jeg að gjalda rúma 40 dali i krónumynt. Hólum 28. sept. 1741. IV. Eptir því sem mig minnir, gat jeg í brjefum mínum í fyrra eitt- Lvað um kirkjusiði. Með því jeg hygg, að yður muni ekki fjarri skapi -að heyra nokkuð meira um það efni, þá vii jeg nú halda þvi áfram, og ætla þá að geta þess, er konur eru leiddar í kirkju. Áður guðsþjónust- an hefst, nema þær staðar við innri dyr kirkjunnar með barnið á hand- leggnum. Eins og siður er til á Holtsetalandi heldur presturinn stutta tölu yfir þeim, og tekur þvi næst i hönd þeim og leiðir þær inn eptir kirkjugólfi og í stól þann er næstur er kórnum. A leiðinni mælir hann fram þessi orð: »Konunni ber að ganga i helgidóm Guðs og færa hon- um þakkarfórn.« Regar konan er komin inn i stólinn, krýpur hún á knje með barnið á handleggnum, en fær það von bráðara i hendur kon- um þeim, er næstar henni sitja. Presturinn staðnæmíst fyrir framan stólinn og syngur sálminn: »Herra Guð Faðir hlifð þin sje,« og að því búnu stendur konan upp aptur. Um altarisgöngur er eigi annað að segja en það, að þegar borðgestirnir eru fleiri en svo, að þeir geti allir i einu kropið niður við gráturnar, þá krjúpa hinir niður á gólfinu umhverfis Pegar biskupinn fer til altaris, er höfð hin mesta viðhöfn. Eptir .að hann er búinn að skripta, er síhringt einni klukku þar til guðsþjón- .ustan hefst. Pegar búið er að lesa inngangsbænina, er sihringt einni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.