Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 17

Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 17
i77 væri vel saman, og er það ekkert undarlegt, því sizt er það efa orpið, að hún er að ytri sjón kvennkostur mestur og beztur hjer um slóðir, og jafnvel þó víðar væri leitað. Og ætið hefi jeg unn- að henni sem ykkur börnunum mínum, síðan hún kom undir mina umsjá. En dul er í málum hennar, þó fáir viti hjer um slóðir, og hún geti ekki sjálf aðgert. Hún er af svonefndri »Hlíð- arætt«. En holdsveiki er kynfylgja í allri þeirri ætt, og megnari en í nokkuri annari ætt landsins. Hefir fjöldi fólks í ætt þessari dáið úr þessum hryllilega sjúkdómi, og margt á unga aldri. En fáum hjer um slóðir er kunnugt um ætt hennar. Skulum við þvi leynt með fara, svo ekki standi henni tjón af fyrir vorar sak- ir, þó illt sje til að vita en verði að dylja.«----- Lengra heyrði Unnur ekki samtal þeirra feðganna. A byrjun þess hlustaði hún hálfbrosleit og kýmin. Hún vissi sem fleiri að síra Höskuldur var æfinlega dálítið grobbinn af ætt sinni, þegar hann var kenndur. Hún hafði heyrt að ættin hennar væri rjett eins og flestar ættir gjörast, og það fannst henni mjög sennilegt. Þegar hann fór að tala um kvonmál sonar síns, hljóp ofurlítill roði í kinnarnar á henni; hjartað sló svolítið tíðara. Það var lít- ið vafamál, hvort það mundi stefna. Hún vissi, að Konráð hafði margopt ætlað að segja sjer, að það væri aðeins ein persóna, sem væri svo verðdýr, að sjer þætti tilvinnandi að lifa þessu auma og auðvirðilega mannlífi. Og það væri einmitt hún. Engin önn- ur en hún! En hún hafði æfinlega getað hamlað því, að þetta kæmist í samhengi út fyrir varir hans. Henni fannst sjer þykja vænna um hann, en nokkurn annan. En að hann væri samboð- inn sjer, var það spursmál, sem hún gat aldrei sæzt á. Hann var drykkfeldur i meira lagi, og staðfestu lítill í öllu ráðlagi. Hún vildi vera viss um, að vera tilbeðin af öllu því sanna góða og göfgasta, sem til er í manns hjartanu, áður en hún fórnaði sjálfri sjer og framtíð sinni á altari hjónabandsins. Hún efaði að Kon- ráð ætti þessa eiginlegleika til, — og sízt til frambúðar. 1 fyrstu flaug um hug hennar, að hún skyldi lofa þeim að vera vonbiðlum, feðgunum. En sjóðandi svall blóðið í æðum hennar, þegar prest- urinn spurði: »Hver er sú kona, sem þú kýs þjer fremsta af öllum?« Og Konráð gaf þau svör, að hann hefði ekkert um það hugsað.— Hann laug! Vísvitandi og af ásettu ráði! Hann lítils- virti hana og einlægni ástríks föður. Hann var ódrengur!— Hug- laust úrþvætti! — Hún stappaði fætinum i gólfið. Hann hafði 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.