Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 69

Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 69
229 af, kom hann skyndilega auga á grannvaxna beinagrind, er þok- aðist í áttina til hans; framan á hjekk hálfgagnsær kviður, er að gildleika var ónáttúrlega stór í hlutfalli við hina renglulegu beina- grind. »Nei, sjáið til,« hugsaði læknirinn, »þetta er nýr og sjald- gæfur magasjúkdómur.« Og vísindin höfðu aptur náð tangarhaldi á honum. Hin grannvaxna beinagrind færðist nær og nær, og er hún var fáein skref frá lækninum, nam hún staðar, rjetti út hendurnar i áttina til hans, opnaði skoltinn og sagði með skærri unglings- röddu: »Kæri Cornelius! ertu svo niðursokkinn í hugsanir þínar, að þú þekkir ekki kærustuna þína aptur? Æ, miklir blessaðir fugl- ar eru þessir lærðu menn!« Læknirinn varð öldungis forviða, setti upp gleraugað og opn- aði hægra augað. Mikil þó firn! Það var unnustan, hans elskaða unnusta, er stóð frammi fyrir honum. Minna mátti nú gagn gjöra. Hann varð sem hamslaus: »Aldrei, aldrei,« æpti hann, baðaði út höndunum og lagði á flótta inn til borgarinnar. Veslings Magga stóð eptir sem þrumulostin. »Cornelius læknir er orðinn vitskertur,« hugsaði hún; henni fjellust hendur og hún hnje 1 dapurri örvæntjngu upp að trjástofninum. * * * Þegar Schwanthaler læknir var kominn heim á vinnustofu sína, horfði hann 1 gaupnir sjer og grjet beiskum tárum. »Það hafði jeg þó aldrei ímyndað mjer,« sagði hann og barmaði sjer. »Ef jeg nú fengi aldrei að sjá hana öðru vísi!« Öðru auganu hjelt hann þó að minnsta kosti óskertu. Hann opnaði það svo vel, sem hann gat, til að ganga úr skugga um, hvort það væri heilbrigt. Æ, hvernig gat staðið á þessu? Hafði hann af ákaf- anum misst dropa af vökvanum í hægra augað líka! Honum fannst hann ekki sjá eins skýrt og áður. Hann leit í spegil; honum virtust andlitsdrættirnir ógreinilegri og holdið ekki eins þjett. Atti hann nú líka að sjá sjálfa sig sem slikjuklædda beina- grind! Æ, mikil skelfing! Ekki að sjá, ekki að sjá sjálfan sig og ekki hana öðruvísi en svona! Og hann varð sem æðisgenginn og bölvaði vísindunum. »Prjedikarinn hefur satt að mæla,« æpti hann, og reif 1 hárið, »sá sem eykur sína þekkingu, eykur sínar raunir. Guð hefur valið sjálfum sjer hið versta hlutskiptið: sannleikann, napran sann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.