Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 26

Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 26
til að vera mjer hjálplegur i öllum greinum. Björn prófastur Magnús- son1 hreppti óveður mikið og ferðavolk á leiðinni hingað. Hólum 2. sept. 1741. II. Fyrir Guðs miskunn liður mjer enn þá rjett vel; þó hefur mjer töluvert deprast sjón af hinurn stöðuga reyk í herbergjunum, og hef opt af þeim ástæðum eigi getað gert neitt. Dag frá degi hef jeg ljósar fengið að kenna á ilsku veraldarinnar. Frændi minn getur sagt yður' nánar, hvílíkur orðasveimur hefur komið upp i tilefni af sendiför minni. Eptir þvi sem sagt er, mun hann sumpart kominn frá nokkrum íslenzk- um kaupmönnum og sumpart frá Birni prófasti Magnússyni. Áð minnsta kosti hef jeg orðið þess vísari af samtali, er jeg átti við prófastinn, að ekki mun hent að trúa honum úí vel, þrátt fyrir öll hans fögru lqforð, og það verð jeg að segja, að enginn hefur gert mjer erfiðara fyrir en hann með tilliti til kversins2, sem í ráði er að koma á, þótt hann beri allt af sjer og kenni öðrum urn. Ein af þeim kringilegu mótbátum, er hann kom með móti kverinu, var sú, að alþýða manna ekki fengist til að taka við þvi, af því það væri prentað á Vaisenhúsinu3. Jeg er nú á þeirri skóðun, að nafn þýðandans eigi ekki minnstan þátt í því. SvO' er sagt, að hann muni sækja um Grenjaðarstað, sem er eitt af beztu brauðum í Hólabiskupsdæmi, en ekki hefur hann enn sem komið er leitað til mín um það mál. Eptir því sem jeg í fljótu bragði hef getað gert mjer hugmynd um viðvíkjandi skólanum hjerna, þá er hann þvr miður i mestu vanhirðingu og þarf sannarlega betrunar við. Skólinn byrjar i nóvember og endar í apríl, og eru þar á milli mörg frí r skemmri eða lengri tíma. Til kennslunnar er því eigi varið lengri tima en í hæsta lagi 4 mánuðum. Svo lítið er hjer skeytt um skólareglu- gerðina, að hún er ekki einu sinni til á staðnum. Hver ástæðan sje, getið þjer vist hugsað yður. Skólameistarinn er ekki neitt sjerlega vel starfi sínu vaxinn, og þess verður vist eigi langt að bíða að heyraran- um verði vikið frá, þvi hann er versti óróaseggur. En hverjir ættu að koma í þeirra stað, er vandasamt að úrskurða; eptir því sem jeg hef sjeð og heyrt, er mjer til efs, að þá rnenn sje hjer að finna, sem æsku- lýðnum væri arkur í að fá til lærimeistara. Auk þess eru kennslumeð- ölin svo bágborin og sundurleit, að þau ekki gera annað en trufla bæðr kennarann og lærisveinana. Bæði fyrir sakir almenningsheilla og vináttm okkar, bið jeg yður þess allra orða, að þjer styðjið umsókn mina til Kirkjuráðsins um, að lærimeðöl þau, sem á að innleiða i skólana, verði gerð úr garði svo fljótt, sem auðið er. — Nokkrir prófastar og prestar 1 Björn Magnússon var prófastur í Húnavatns prófastsdæmi. 2 Kver það, sem hjer ræðir um, var Ponti, og hafði Halldór prófastur Brynj- ólfsson snúið því á íslenzku. 3 Vaisenhúsið var stofnun í Kmh. handa munaðarlausum bömum. Ymsar bækur, einkum guðsorðabækur, er iíkindi þóttu til að stofnunin mundi ábat- ast á, voru prentaðar á hennar kostnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.