Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 65

Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 65
vinstra augað; hafði hann áður þakið glerauga þetta með platínu- himnu svo að Röntgens-geislar ekki næðu að komast gegnum það ; að því búnu lagðist hann á legubekkinn. * * * Daginn eptir vaknaði hann af svefni við að drepið var á dyr. Hann kannaðist skjótt við hver það var. Það var hún Geirþrúður, tryggðatröllið, sem færði honum morgunkaffið að vanda. Hjer var ágætt tækifæri til að reyna verkanir vökvans. Hann þreif í skyndi gleraugað frá vinstra auganu og lokaði hægra auganu. Hvílík undur þó! I stað hinnar gömlu vinnukonu, er lærisvein- ar hans löngum hentu gaman að sakir þess, hve þrýstin hún var og rauð í framan, sá hann nú klunnalega beinagrind vaga í hum- áttina til sín; við beinagrindina hjengu innýfli, nálega glær í gegn, og utan um allt saman var eins konar þykk, grænleit slæða, er gekk i bylgjum og var ekki alsendis ósvipuð hinum slímkendu, klukkumynduðu marglyttum, nema enn gagnsæjari og þokulegri Aptur á móti sáust beinin glöggt gegnum slæðu þessa. Læknir- inn gat meira að segja sjeð smá óreglu og galla á lögun þeirra, og hjartað, sem hann gat að eins óljóst greint milli brjóstrifj- anna, — eins og kólf í klukku — virtist honum þrútið af háskaleg- um ofvexti. Þar var enginn efi á; tilraunin hafði heppnazt frem- ur öllum vonum. Hann klæddist í snatri. Það var einmitt dagurinn, er hand- lækningar skyldu fram fara á spítalanum. Nú skyldu þá starfs- bræður hans loksins fá að sjá! Hann stikaði hnakkakertur gegn- um gangana með gleraugað fyrir vinstra auganu, en hjúkrunar- mennirnir hnipptu hver í annan og hvískruðu: »Ekki nema það þó, Schwanthaler læknir með glerauga, og það ekki af lakara taginu.« Hann gekk inn í handlækningastofuna þar sem starfsbræður hans voru að skeggræða um það, sem nú var fyrir hendi: hvernig fara skyldi með sjómann, er í viðureign við náungan hafði fengið fjórar skamm- byssukúlur í kviðinn. Þrjár höfðu þegar verið dregnar út en fjórðu kúluna var ekki unnt að finna. Þegar Schwanthaler kom var hann spurður um hans álit — svona fyrir kurteisis sakir, þvi að menn vissu, að hann mundi varla hætta sjer út i að leggja úrskurð á vandasöm efni, er honum haíði tekizt svo hraparlega seinast. En til mikillar undrunar allra þeirra, er viðstaddir voru, gekk hann rakleitt að sjúklingnum, tók gleraugað frá, lokaði hægra auganu, >5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.