Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Síða 65

Eimreiðin - 01.09.1897, Síða 65
vinstra augað; hafði hann áður þakið glerauga þetta með platínu- himnu svo að Röntgens-geislar ekki næðu að komast gegnum það ; að því búnu lagðist hann á legubekkinn. * * * Daginn eptir vaknaði hann af svefni við að drepið var á dyr. Hann kannaðist skjótt við hver það var. Það var hún Geirþrúður, tryggðatröllið, sem færði honum morgunkaffið að vanda. Hjer var ágætt tækifæri til að reyna verkanir vökvans. Hann þreif í skyndi gleraugað frá vinstra auganu og lokaði hægra auganu. Hvílík undur þó! I stað hinnar gömlu vinnukonu, er lærisvein- ar hans löngum hentu gaman að sakir þess, hve þrýstin hún var og rauð í framan, sá hann nú klunnalega beinagrind vaga í hum- áttina til sín; við beinagrindina hjengu innýfli, nálega glær í gegn, og utan um allt saman var eins konar þykk, grænleit slæða, er gekk i bylgjum og var ekki alsendis ósvipuð hinum slímkendu, klukkumynduðu marglyttum, nema enn gagnsæjari og þokulegri Aptur á móti sáust beinin glöggt gegnum slæðu þessa. Læknir- inn gat meira að segja sjeð smá óreglu og galla á lögun þeirra, og hjartað, sem hann gat að eins óljóst greint milli brjóstrifj- anna, — eins og kólf í klukku — virtist honum þrútið af háskaleg- um ofvexti. Þar var enginn efi á; tilraunin hafði heppnazt frem- ur öllum vonum. Hann klæddist í snatri. Það var einmitt dagurinn, er hand- lækningar skyldu fram fara á spítalanum. Nú skyldu þá starfs- bræður hans loksins fá að sjá! Hann stikaði hnakkakertur gegn- um gangana með gleraugað fyrir vinstra auganu, en hjúkrunar- mennirnir hnipptu hver í annan og hvískruðu: »Ekki nema það þó, Schwanthaler læknir með glerauga, og það ekki af lakara taginu.« Hann gekk inn í handlækningastofuna þar sem starfsbræður hans voru að skeggræða um það, sem nú var fyrir hendi: hvernig fara skyldi með sjómann, er í viðureign við náungan hafði fengið fjórar skamm- byssukúlur í kviðinn. Þrjár höfðu þegar verið dregnar út en fjórðu kúluna var ekki unnt að finna. Þegar Schwanthaler kom var hann spurður um hans álit — svona fyrir kurteisis sakir, þvi að menn vissu, að hann mundi varla hætta sjer út i að leggja úrskurð á vandasöm efni, er honum haíði tekizt svo hraparlega seinast. En til mikillar undrunar allra þeirra, er viðstaddir voru, gekk hann rakleitt að sjúklingnum, tók gleraugað frá, lokaði hægra auganu, >5

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.