Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 55

Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 55
Á miðri heiði liggur lítill kotbær lágreistur mjög og þakið hvítt af snjónum, en veggirnir sem væri svartir klettar. Þó — var það undur? — þangað dregst hann beint og hnígur þar og hvergi kemst nú lengra. Rjettir við samt og leitar lengi dyra. Ber hægt og hægt, því barnið sefur sætan, og iðrast nú er skreppuna eptir skildi, er ekkert átti að bjóða bónda snauðum, sem bráðum mundi feginsdyrnar opna. Svo ber hann aptur — aptur. Loks er svarað: »1 Jesú nafni! er nokkur maður úti ?« — »Hann Jakob karlinn! Kennið þið mig ekki, Gyðinginn gamla?« — »Gyðingur!« þá æpti mannsrödd og konu, »kúrðu þá í snjónum! Við eigum ekkert, sem þú getur grætt á og bölvan tóma berðu hjer að húsum fæðingarstundu Drottins, sem þú deyddir!« — »Jeg!« — »Þú og þitt fólk; það er ógnar syndin, sem þjóð þín skal í þúsundliðu gjalda.« — »Æ æ! í nótt er hleypt inn hverjum rakka.« — »En Gyðingar ei koma í kristin hús.« — Hann heyrði’ ei meir. Hin hörðu, heimsku orð hann gegnum nístu miklu meir en veðrið og slengdu honum harðara á gaddinn; þar húkti hann með barnið við sig vafið. Þá þótti honum, þar hann starði í ljórann og vildi sjá hvort ekkert andlit sæist, hann síga á svanadún og finna glöggt til hlýinda, sem þíddu allar æðar, og kærir svipir kæmi fram með hvískri sem andi vestan vorblær yfir liljur og um hann léki þar til einhver þeirra hvíslaði og benti: Komum, sjá, hann sefur! og inn í fagran sal þeir allir svifu, og barnið eitt stóð eptir við hans hvílu, hagræddi sjálft og hlúði að rekkju hans,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.