Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 64

Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 64
224 Smádýr þessi höfðu reyndar einkar undarlegt athæfi í frammi. Þau voru á sífeldri ferð og flugi um búrið, vitlaust og botnlaust, rjeðust með áfergju á rimarnar, er voru úr trje, líkt og flugur, er í grannleysi rekast á gluggarúður. Læknirinn flutti þau í annað búr með járnrimum, og hjeldu þau þá kyrru fyrir. Tilraunin styrkti hann í trú sinni. Engu að síður var Schwanthaler lækni það Ijóst, að nauðsyn bar til að gjöra tilraun, er tæki af öll tvímæli. Hafði hann ekki helgað vísindunum gjörvallt líf sitt? Atti hann að hilta eitt augna- blik við að hætta sjóninni, ef á þurfti að halda? Var það ekki ómaksins vert, að sjá inn í kjarna hlutanna, inn í innviði efnisins og beinagrind líkamanna, og ef til vill alla leið inn í vinnustof- una, þar sem hugsanir og hugmyndir fæðast, — að komast á snoð- ir um sálnanna helgustu Ieyndardóma? Og þau handatiltök. er hann gæti gjört þann dag, er auga hans megnaði að sjá gegnum hið táldræga yfirborð og stýra hönd hans rakleitt að bústað hins hulda sjúkdóms! Það mundi veita honum uppreist hjá starfs- bræðrum hans á spítalanum, er fyrir skemmstu höfðu haft mjög skiptar skoðanir um handfimi hans, eptir að honum haiði mistekizt handlækning nokkur hraparlega. Schwanthaler læknir var ekki lengur á tveim áttum. Hann tók dálitla vökvabyssu, fyllti hana af vökvanum góða, kom plat- ínunálinni í lag, og gekk út að glugganum til að gæta að, hvort vökvinn væri enn þá gagnsær. I sömu svipan tóku sunnudagsklukkurnar að hljóma frá kirkjuturnum borgarinnar. Það var bjartur og fagur morgun — alstaðar líf og litskrúð; trje og runnar stóðu i blóma með smá- gjörvum, ljósgrænum blöðum, er böðuðu sig i rauðleitu skini morgunsólarinnar. Hin fyrstu vorblóm önduðu frá sjer þægum ilm, og íuglarnir sungu í nýútsprungnum krónum hinna gömlu linditrjáa. Fyrir handan garðmúrinn gekk ung stúlka til brunns- ins með vatnskrús undir hendinni; hún var ljettstíg og frið sýn- um. Schwanthaler læknir strauk hendinni um ennið og hugsaði sig um stundarkorn. Ef rjett var að gáð, þurfti hann að eins að fórna helmingnum. Vísindin kröfðust að eins að hann ljeti ann- að augað. Hann mátti halda hinu og þannig hafa fulla sjón. Til tilraunarinnar valdi hann vinstra augað. Hann ýtti með gætni platínunál vökvabyssunnar inn í augasteininn, eins og hann hafói gjört við marsvínin, spýtti vökvanum inn og setti glerauga fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.