Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 75

Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 75
2J5 Hin ritgjörðin er eptir cand. mag. Helga Jónsson, og nefnist: iBidrag til 0st-lslands Florac (i > Botanisk Tidskr.- 1896). Helgi rannsakaði gróður Austur- lands 1894, og telur hann í ritgjörð sinni 12 tegundir, er eigi hafi áður fundizt á íslandi, auk ýmsra frábrigða og undirtegunda. Af þessum 12 tegundum eru 2 nýjar fyrir vísindin, og auk þeirra hefur hann fundið 8 undirtegundir og 4 frá- brigði, sem vísindin þekktu ekki áður. — Alls telur hann kunnar á Austurlandi 290 tegundir hærri jurta. Sökum þess að ritgjörðir þessar komu út samtímis og án þess hvor vissi af öðrum, var höfundunum eigi unnt að taka tillit hvor til annars, og eru því tvær af þessum tegundum, er taldar eru nýjar frá Islandi, í báðum ritgjörðunum, og verða þá að eins 10 í Helga ritgjörð, er bæta skal við þann tegunda Ijölda, er Stefán telur í sinni. Sem stendur þekkjast því á íslandi 449 tegundir hærri jurta. H. J. UM MARKAÐ FYRIR SAUÐFJE OG SALTFISK frá íslandi á Frakklandi, Belgíu, Hollandi og Þýzkalandi hefur konsúll D. Thomsen, farstjóri eimskipa- útgerðarinnar, skrifað bækling, sem gefinn hefur verið út af »fjelagi islenzkra kaupmanna.« Hafði höf. á eigin kostnað farið ferð til þessara landa, til þess að rannsaka markaðshorfur þar fyrir íslenzkar afurðir, og skýrir hann í bæklingin- um frá árangrinum af rannsóknum sínum. Telur hann líklegt að fá megi við- unandi markað íyrir íslenzkt fje bæði á Frakklandi og í Belgíu, og kveðst hann hafa fengið belgiskan fjárkaupmann einn til þess að lofa, að koma til íslands í sumar í þeim vændum að kaupa þar svo sem 10,000 fjár næsta haust. Saltfisk kveður hann mega selja með meira hagnaði en áður bæði til Belgíu, Hollands, .Þýzkalands og Ítalíu, ef menn taki upp nýja verkunaraðferð, og álítur hann að bezti vegurinn til að læra hana sje sá, að Islendingar kæmu sjer í skiprúm hjá Frökkum, er stunda fiskiveiðar á sumrin við strendur Islands, og kvaðst hann hafa farið því á flot við hina frönsku útgerðarmenn og þeir tekið vel í það. Ynnist við þetta tvennt í einu, bæði að margir sjómenn fengju atvinnu og gott kaup og lærðu um leið þá fiskiverkun sem Frakkar brúka. V. G. Úr öllum áttum. JÁRNBRAUTIR. »Þeim manni er ekki láandi,« segir hið heimsfræga spænska skáld Calderon, »sem aldrei hefur sjeð sólina, þó hann haldi, að ekkert geti jafnazt við geisladýrð tunglsins. Og þeim manni er heldur ekki láandi, sem hvorki hefur sjeð sól nje tungl, þó hann tali um, að ekkert komist i sam- jöíhuð við hinn skæra ljóma morgunstjörnunnar.« — Þeim mönnum, sem aldrei hafa sjeð neitt betra til samanburðar við grýttar íslenzkar reiðgötur en akbrautir, er heldur ekki láandi, þó þeir álíti þær hina fullkomnustu vegi, sem hugsanlegir sje í landinu. Og þó mundu útlendingar, sem vanir eru að þeysast áfram með eimafli á jdrnbrautnm, hlæja að þeim, ef þeir ljetu þá skoðun í ljósi. En þeir gæta þá ekki þess, að það er engin von til þess, að þeir menn, sem frá blautu barnsbeini hafa mátt brjótast áfram ýmist yfir holt og urðir eða fen og foræði, geti í þessu efni lypt huga sínum eins hátt nje sett óskum sínum eins fullkomið hugmark, eins og þeir, sem allajafna hafa átt öðru betra að venjast. Þeim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.