Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 59

Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 59
219 að þú vinum þínum þjónir; þó að vanti millíónir, syng með rögg og sálarró! Hau st. Jeg kom um haustið heim úr langri ferð. Það var mitt á milli nóns og miðaptans. Gráhvítt þokuþykkni var í lopti, og djarfaði að eins óglöggt til sólarinnar; hún var gengin niður að öxlinni fyrir sunnan og ofan bæinn; samt var af henni meiri ylur, en búast hefði mátt við svo síðla hausts og seint á degi. Veðrið var blækyrt, svo kyrt, að ekki sást hin minnsta hrufla á vatninu eða tjörninni, er jeg reið rifið þar á milli. Enginn fugl sást á vötnunum, utan tveir eða þrír flórgoðar, — þessi undarlegi fugl, sem heldur sig á þeim, þar til frost og hríðar hafa lokað þeim á haustin; þá segja sögurnar, að hann leggist í botninn og bíði þar, unz ísa leysir á vorin; þá kemur hann upp úr vökunum. — Þeir sveimuðu þar í kringum fremstu starartoppana, er slúttu niður að vatninu, fölnaðir og ljósbleikir á litinn. Þeir fóru svo hægt og dapurlega, og voru svo djúpsyndir, að því var líkast, sem væri þeir farnir að síga niður og sökkva. Já, þvílík kyrð og hreyfingarleysi! Fjenaðurinn stóð og lá og bærði ekki á sjer. Stór hópur af ánum lá sunnan undir syðsta húsinu, og næst dyrunum sá jeg Foru-Surtlu gömlu. Þetta var þrettánda sumarið hennar, og hið seinasta sem hún átti að lifa. Nú hafði hún hornbrotnað annarsvegar, meðan jeg var brottu, og var því enn fyrirgengilegri. Utan og ofan frá klöppunum komu fimtn eða sex aðrar ær, sem stefndu heim til hinna. Jeg reið heim túnhólinn. Nokkrar biðukollur stóðu þar með gráa kollana, óskaddað og hreyfingarlaust hárið; en svo var það laust og fiðulegt, að auðsjeð var, að fyrsti stormbylurinn myndi feykja því gjörvöllu víðsvegar, og meira að segja, leggja þær sjálf- ar að velli, því leggurinn var orðinn svo skorpnaður, veikur og hrumur. Og sjálfur reið jeg svo hljótt og hægt heim hólinn, að jeg heyrði varla fótatökin hestsins míns. Jeg horfði yfir vatnið og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.