Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 31

Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 31
klukkunni og hinum samhringt. Altarið er tjaldað hinum bezta skruða, presturinn fer í skástu messuklæðin, og altarinu hjerna á Hólum, sem páfinn gaf Jóni Arasyni, hinum síðasta katólska biskupi á Islandi, er lokið upp. Oll þessi viðhöfn var höfð við mig einu sinni, án þess jeg ætti von á, en síðan hefi jeg ekki leyft það, því jeg álit að menn eigi engan mannamun að gera sjer í þeim efnum. Af brúðkaupssiðum er það að segja, að á undan hjónavigslunni safnast brúðhjónin og svaramennirnir í húsi nokkru hjá kirkjunni. Prest- urinn kemur þangað einnig og heldur stutta tölu til brúðhjónanna. Pví næst les hann upp skriflegan samning staðfestan af svaramönnunum, er tekur það fram, hve margar álnir eða fiska, eða þegar um auðmenn er að ræða, hve mörg hundruð í löndum eða lausum aururn brúðguminn gefur brúðurinni. Pegar svo búið er að staðfesta þennan samning enn þá einusinni, gengur brúðguminn fram og segir: »Hjer með tek eg þig mjer til eiginkonu.« Eptir að hafa fengið sjer ofurlitla hressingu, ganga menn því næst til kirkju, og er sunginn sálmur á leiðinni. Milli pistils og guðspjalls leiða 2 menn brúðgumann og 2 konur brúðurina fyrir altarið, og stendur þar klæddur bekkur, er þau setjast á. Pví næst heldur presturinn vígsluræðuna og fer að öllu eins og siður er til hjá oss, en brúðhjónin sitja grafkyr á bekknum, þar til guðsþjónustan er úti. Taka þá brúðsveinar og brúðmeyjar i hönd þeim, eins og áður er frá skýrt, og leiða þau fram aptur. Pvi næst er brúðkaupsveizla búin eftir efnurn, og er þess helzt að geta, að veizlugestir drekka þar hver öðr- um til úr sjerstökum bikar, sem er borinn inn á bakka með 3 ljósum. Við hverja ádreypu er sungið eitt vers, eða, þegar um höfðingja er að ræða, sjerstök heillaóskarkvæði, annaðhvort til konungs eða konungsætt- arinnar eða einhvers þess manns, sem allir vilja vel. Mjer hefur verið sagt frá því, að prófastur nokkur i Skálholtsstipti hafi einhverju sinni í brúðkaupsveizlu skorað á menn að drekka skái Heilags Anda. Einn af prestum þeim er i veizlunni voru, mælti á móti þessu, en prófasturinn stóð þegar upp og hrópaði: »Hver sem ekki vill drekka skál Heilags Anda sje bölvaður!« Við þessi þrumuorð urðu menn svo óttaslegnir, að þeir þegar í stað drukku skálina. Pað er ekki svo langt síðan þetta skeði, og maðurinn er enn á lífi. A sumum stöðum kvað það vera siður, þótt nokkrir segi það lagt niður, að um það bil, sem máltíðinni er lokið, kemur inn loddari kiæddur í nautshúð með hornum, og rjettir bikar, sem nefndur er vitabikar, að öllum þeim, sem eitthvað hefur orðið á undir borðum, og marga fíflsku leikur hann fyrir gestum. Pegar brúðguminn um kveldið vill ganga inn til brúðarinnar, verður hann, eptir þvi sem sagt er, að lofa henni einhverri gjöf, því að öðrum kosti nær hann ekki inngöngu til hennar um nóttina. Ef einhver prestur er í nánd þegar brúðhjónin eru gengin til sængur, heldur hann yfir þeim blessunarræðu. Um guðsþjónustuna er ekki neitt sjerlegt að athuga, nema ef vera skyldi það, að meðan síðasti sálmur fyrir prjedikun er sunginn, fellur presturinn á knje við altarið og er þá síhringt einni klukku. Pegar sálminum er lokið, gengur hann i rykkilininu upp á prjedikunarstólinn. Kvennfóikið liggur á knjám þar til bæninni er lokið á prjedikunarstóln-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.