Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 15

Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 15
175 lengst í burtu, en það fygldi henni sem skugginn hennar. Þessí óhugð fygldi hanni hvar og hvervetna, á bakvið allt og í öllu. Asgerður hafði þá lyndiseinkunn, að laða alla að sjer, sem hún kynntist og var samtiða. Unnur varaðist að láta nokkurn vita um óbeit sína á Asgerði, og skoðaði hana heimsku eina. Þau Konráð og Asgerður urðu fljótt góðkunnug. Hann var einn af þeim ungu mönnum, er forsjónin virtist hafa ákveðið þeg- ar í upphafi, að eiga skyldi iaein samferðaspor með öllum falleg- ustu kvennjafnöldrum sínum. Unni fjell það hálfilla í fyrstu, að hann og Asgerður voru svona góðkunnug. En hún sá strax, að það gat enga þýðingu haft, ef hún kysi svo. Hún vissi, að hún bar ægishjálm yfir öllum stúlkum, þó hún hefði aldrei notað sjer það. Seint um veturinn fjekk Unnur brjef frá síra Höskuldi, sem lilkynnti henni lát móður hennar. En brjefið var svo lipurt og hluttekningarlega orðað, að það dró mikið úr þessari sorgarfregn. Og svo reyndu allir, já, hvert einasta mannsbarn, sem mögulega gat náð til Unnar, að ljetta henni móðurmissinn eins mikið og unnt var. En allra, allra mest leituðust þau Konráð og Asgerður við að draga úr áhrifum þessa atburðar. Unni fannst samt Kon- ráð vera öllum fremri í þessu efni. Og þó þessi atburður væri sá þyngsti sem mætt hatði henni á lífsleiðinni, þá bar hún hann vel, — þessi gæfusama stúlka, sem heimurinn hafði hossað hæzt allra til þessa. Var hamingjusól hennar runninn til viðar eða hvað?---------- Þessi vetur var fyrri vetur Konráðs á prestaskólanum. Þau urðu samferða heim, Konráð og Unnur. Það var tekið mæta vel á móti þeim heima. Og öll sveitin sýndist verða Unni fegin. Hún var samt venju fremur hljóð og fáskiptin, og furðaði slikt engan eptir þau tíðindi sem gjörzt höfðu. Um þessar mundir var hjúaekla um iand allt, en kaupafólks- öld hin mesta. Síra Höskuldi var fátt til hjúa sem öðrum; en kaupafólk enn þá ekki komið að. Sökum hafiss fyrir norðan og austan, hafði Asgerður enn þá ekki komizt heim til sín með hinum velbyggðu og örskreiðu »landsgufuskipum«, og af því hún ætlaði að vera næsta vetur við nám í höfuðstaðnum, rjeði hún af að fara ekki heim til sín þetta sumar, þareð svo áliðið var orðið tímans. Hún ritaði þvi Unni og bað hana ásamt Konráði að útvega sjer kaupavinnu í grennd við þau, helzt á Kálfá. Var það fljótráðið, að Asgerður yrði á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.