Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 74

Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 74
234 hag landsins og þjóðarinnar, atvinnuvegi og framfarir á seinni árum. Var þar fjöldi manna viðstaddur og margt stórmenni, enda langar greinar um fynrlestur- inn i norskum blöðum. Þá hjelt og umsjónarmaður P. Feilberg (24. febr.) merkilegan fyrirlestur í landbúnaðarfjelaginu danska (»Det kgl. danske Landhusholdningsselskab«) um ferð sína til íslands síðastliðið sumar. Gat hann þess fyrst, hve íslenzkir stað- hættir væru að öllu leyti frábrugðnir dönskum staðháttum, og lýsti því næst loptslagi og landslagi, og tók fram ýmsar þýðingarmiklar athugasemdir viðvíkj- andi jarðfræði og plöntufræði landsins. Hann lýsti og hinum fjórum búnaðar- skólum, hverjum fyrir sig, og ljet vel af þeim. Hvað hann miklar framfarir hafa orðið (einkum á Norðurlandi), í íslenzkum búskap, vegabótum o. fl. á því 20 ára bili, er liðið væri frá því hann síðast kom til íslands. En íramfarirnar í búnaði væru þó að eins í byrjun, og vantaði mikið á, að við mætti una. Bún- aðarskólarnir áleit hann að ættu að ganga í sömu praktisku stefnu sem nú, sem eins konar fyrirmyndarbú, en auk þess væri hin mesta þörf á innlendum, visinda- legum efnarannsóknum; á þeirn einum yrði öll íslenzk búfræði að byggjast, með því að allt væri svo frábrugðið því, sem ætti sjer stað annars staðar. Þannig væru t. d. fslenzkar skepnur sólgnar í sumar fóðurjurtir, sem danskur kvikfjenað- ur vildi ekki líta við, er virtist benda á, að meltingarfæri dýranna mundu laga sig eptir þeim jurtaforða, er fyrir hendi væri. Hann lagði og fram efnarannsókn- ir á íslenzku heyi og jökulvatni, er sýndi, hve afarmikil frjófgandi áhrif það gæti haft á jarðveginn. Margt fleira tók hann fram, sem hjer yrði of langt upp að telja, og bar allur fyrirlesturinn vott um, að maðurinn er bæði vel að sjer, glöggskyggn og góðgjarn. Væri mikið í það varið, að fá opt slíka gesti til lands- ins, sem bæði vilja og geta skilið ástæður vorar og landshætti og benda með góðgimi á það, sem ábótavant er. V. G. ELDFJÖLL OG JARÐSKJÁLFTAR Á ÍSLANDI (»Vulkaner og Jordskjælv paa Island«, Khöfn 1897) heitir nýútkomin bók, sem dr. porvaldur Thóroddsen hefur skrifað fyrir »Udvalget for Folkeoplysnings Fremme«. Er efni hennar, eins og titillinn sýnir, bæði lýsing á eldfjöllum, hraunbreiðum, gígum o. fl. og saga eldgosa og jarðskjálfta á íslandi, og fylgja til skýringar 6 landsuppdrættir og 21 mynd af einkennilegum stöðum, eldgígum, hraunum o. fl. Er bókin bæði mjög fróðleg og skemmtilega skrifuð og væri garnan að eiga hana á íslenzku. Þeir, sem dönsku skilja, eiga hægt með að fá sjer hana, því hún kostar ekki nema 85 aura. V. G. UM NÁTTÚRU ÍSLANDS hafa síðasta ár komið út tvær ritgjörðir í dönskum tímaritum, er talsvert hafa aukið þekkingu manna á útbreiðslu plantn- anha á Islandi. Önnur ritgjörðin er eptir Stefdn Stefdnsson, skólakennara á Möðru- völlum, og nefnist »Fra Islands Væxtrige« III. (í »Vidensk. Meddel. fra den natur- hist. Foren.«, Kbh. 1896). Stefán hefur í mörg ár fengizt við gróðrarrannsóknir á íslandi og farið um mestan hluta "landsins. í þessari ritgjörð telur hann upp, hvað hann hefur fundið 6 síðustu árin, bæði sjaldgætar jurtir og plöntur, er eigi hafa fundizt áður á íslandi. Hann telur f ritgjörðinni 16 plöntul áður ófundnar á íslandi (í ritgjörðinni stendur 17, en það er bersýnilega prentvilla), og auk þeirra 8 frábrigði. Áður þekktu menn á íslandi 423 tegundir hærri jurta (blómjurtir, burknar og eltingar), og er þessum 16 er bætt við, verður tal- an 439.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.