Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 28

Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 28
188 ur auðugs manns. Þessi kvilli hefur einnig komist inn í skólann hjerna á staðnum, en hefur þar sætt mildri refsingu. Hversu hlægilegt er það eigi, að refsa sökudólgunum með því, að láta þá einu ári lengur njóta náðar konungs, nefnilega að láta þá vera einu ári lengur í skólanum og njóta þar ókeypis fæðu og kennslu. Þetta hefur fyrir skemmstu komið fyrir einn af skólasveinum, sem er 24 ára gamall og slæpingur hinn mesti. Jeg vísaði honum brott frá skólanum öðrum til varnaðar, og urðu allir steinhlessa á því. En jeg verð að víkja aptur til efnisins. Pað er algengur siður hjer á landi þegar einhver vill ausa óbótaskömm- um yfir annan mann, að drekka sig fullan og koma svo daginn eptir og biðja afsökunar. Meðal annara hefur þetta nýlega komið fyrir Jón skóla- meistara Porkelsson, en eptir þvi sem mjer hefur sagt verið — jeg var ekki heima þann dag — á hann að hafa komið óvenjulega skynsamlega fram við það tækifæri. Máske gæti þetta leitt til þess, að þjer hreyfðuð þvi á sínum stað, að send væri upp tilskipun, er bannaði skammaryrði, og væri sannarlega ekki vanþörf á henni. Enn er það eitt, sem jeg hef tekið eptir. Pað er alsiða að venja börnin kornung frá brjósti, jafnvel vikugömul, þótt eigi tiðkist það allstaðar. Er þá stungið upp í þau hol- um legg og helt í gegnum hann kaldri mjólk, svo hún rennur jafnótt út um nefið aptur, en um munninn er troðið ullarlagði til að halda mjólkinni niðri. Við jarðarför hef jeg sjeð nánustu ættingja hins látna varpa sjer niður yfir gröfina og gráta beisklega. Mjer var sagt að þeir bæðust fyrir, og vil jeg ekki neita, að svo kunni að hafa verið. Sorg- arklæðin voru i því innifalin, að maður hinnar látnu bar svartan háls- klút, en frændkonur svart bindi um höfuðbúnaðinn, sem nefndur er skautafaldur. Jeg var viðstaddur við barnaskírn fyrir 8 dögum siðan kl. 7^/3 að kveldi dags. Menn korna hjer með börn sin til skirnar hvenær sem færi gefst, jafnvel um miðja nótt. — Presturinn gekk fyrir altarið, ljet skrýða sig, og söng því næst 1., 5., 6. og 7. erindi af sálminum: »Jesús Kristur að Jórdan kom«. Pvi næst gekk hann að skirnarvottun- um, sem voru 2, karlmaður og kvennmaður. Pau báru bæði barnið til skírnar og stóðu frammi fyrir innri dyrum kirkjunnar. Presturinn stað- næmdist fyrir innan dyraþrepið og spurði þau að þessum 2 spurningum: hvort barnið væri áður sldrt og hvað það ætti að heita, og svöruðu báðir skírnarvottar. Eptir að hann hafði mælt fram formála um þýð- ingu skírnarinnar og lagt hendur yfir barnið, kraup hann niður á dyra- þrepinu, en skírnarvottarnir fyrir framan það, og bað: Almáttugi Guð o. s. frv. Eptir að hann hafði lesið Faðirvor, stóð hann aptur upp og gekk að skírnarfontinum, og mælti á leiðinni: Herrann varðveiti þinn inngang og útgang o. s. frv. Nú stigu skírnarvottarnir einnig inn fyrir dyraþrepið og gengu að skírnarfontinum. Eptir að presturinn hafði mælt fram trúarjátninguna, tók hann barnið í fang sjer og jós það vatni, og endaði loks með hinni venjulegu bæn. Að því búnu tók hann aptur við barninu af skírnarvottunum, bar það á örmum sjer upp að altarinu, kraup niður og baðst fyrir karlmaðurinn, sem var skírnarvottur, stóð á meðan frammi fyrir dyrum og tók þar við barninu af prestinum. Að lokum var sunginn sálmurinn: »Veit þvi með aldri vöxt og spekt«. Islenzkan finnst mjer mjög örðugt mál. Það er ekki nóg með að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.