Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 8

Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 8
168 unum sínum. Honum fjell næsta þungt að þuría að nota sjer skörungsskap hennar og góðmennsku. Hann sló sjer því á flakk þetta sumar, og flakkaði víða um Norðurland, hrepp úr hreppi, bæ frá bæ. Víðast tók fólk honum ósköp vel; það kenndi í brjósti um þenna aumingja; aumingja, sem engan skyldan átti að; aum- ingja, sem þessi hryllilega veiki reytti og tætti sundur lifandi; aumingja, sem öllum kvölum var kvalinn og hörmungum í lífinu; aumingja, sem átti ekki tilkall til neins á meðal mannanna af þvi stundlega. Sannvolaðan aumingja, lifandi uppmálaðan krossbera allrar eymdar og skelfingar, en þó hluthafa i verkum kærleikans og kristilegum dyggðum, sem svo grátlega fáir skreyta húsdyr sín- ar með, þegar sannan þurfamann ber að dyrum þeirra. Að vísu sögðu sumir sveitarráðsmenn, sem vildu láta bera á lögvizku sinni, að rjettast væri að taka þennan holdsveika mann og láta flytja hann fátækraflutningi heim á hrepp sinn. En það kostar nú snúninga eins og annað, og ekkert varð úr því. Um miðjan vetur kom Ari aptur til Þorbjargar, og dvaldi hjá henni fram á næsta sumar. Var hann þá orðinn mjög farinn. Þó hóf hann ferð sína suður um land að austanverðu. Þurfti þá að fylgja honum á hesti bæ frá bæ. Unnu þá margir til að flytja hann, þó að nótt væri komin til næsta bæjar, svo þeir þyrftu ekki að hýsa hann. Fregnin um hann flaug eins og eldur í sinu langt á undan honum. Sumt fólk var sem á nálum, svo kveið það komu hans. Það skall hurð nærri hælum í einum hreppi, að hann yrði ekki tekinn og sendur heim á sinn hrepp aptur. En þá gaf kona honum hest til fararinnar. Hún kenndi svo i brjósti um hann. En eptir það var hann ekki eins mikið upp á fólk kominn. Hjelt hann nú leið sína vestur að sunnan unz hann kom að Kálfá. Þangað hafði ferðinni verið heitið, til húsfrú As- gerðar, því þau voru systkynabörn. Var það skömmu eptir mitt sumar, er hann náði þangað, og var hann þá mjög að þrotum kominn. Prestshjónin tóku honum með mestu mannúð og hjúkr- uðu honum á allar lundir. Þau Ijetu hjeraðslækninn skoða hann, ef ske kynni að hann gæti eitthvað linað sýkina. En hann kvað engin ráð nje meðul duga hjeðan af, og mundi hann eiga ör- skammt eptir. Eptir mánaðarveru dó Ari líka hjá þeim hjónum. Hafði honum hvergi liðið eins vel, sem þar, síðan hann varð mannaþurfi; enda gerðu þau og útför hans sómasamlega. En svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.