Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 34

Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 34
194 hundi á mannkindurnar, þá myndi hann ekki taka því möglunar- laust, að höfuðskepnurnar hefðu skip hans að leikfangi en sjáifan hann að fórnardýri. Þá myndi hann í óviti örvæntingar sinnar formæla móður sinni, sem bar hann inn í ranghala tilverunnar, og bölva fæðingardegi sínum af alefli. , Og þegar ferðamaðurinn er búinn að ganga allan daginn, þá sættir hann sig við það, að leggjast fyrir, þar sem nóttin bregður honum hælkrók. Hann reytir þá á sig mosa eða grefur sig í fönn, til þess að verja "Sig fyrir vígtönnum næturkyljunnar. Hann held- ur dauðahaldi í sporð tilveru sinnar, sem stöðugt leitast við, að smjúgja úr greipum hans út í hyldýpi myrkursins, þangað til sól- in rís úr hafi næsta morgun. Þá gengur hann glaður í bragði leiðar sinnar og gleymir hörmungum næturinnar. En ef hann vissi, að fyrrum lá myrkrið læst niðri í undirdjúpunum, þá myndi hann hrópa til guðs og heimta, að ljósið væri látið drottna í ein- veldi á jörðunni eins og áður var. Það eru engin sældarkjör, sem erfiðismaðurinn á. Hann geng- ur með þrútnar og knýttar hendur, axlirnar togaðar niður, hrukk- óttur í iraman, og í stagbættum fatagörmum, og getur þó ekki haft ofan af fyrir sjer og skuldaliði sínu. En ef hann vissi, að fyrrum lá gullið í hrönnum í öllum árfarvegum og meðfram sjávarströndinni, og að það var fyrir handvömm forfeðra vorra og bláberan klaufaskap, að gullið hvarf af yfirborði jarðarinnar — þá myndi stilling hans snúast upp í djöfulæði og bænir hans upp í ljónsöskur. Og ef smölunum væri kunnugt, að fyrrum var þokan í móð- urlífi, og eyðimerkurfaranum og jökulgöngumanninum, að þá þurfti ekki að óttast fellibyljina í auðninni — þá myndu þeir kannast við, að það er ekki rjetthverfan, sem snýr upp á voð tilverunnar nú á dögum; þeir myndu kannast við að hún er illa jöðruð og með óteljandi tannrifum. Þó vilja allar skepnur lifa, kvikindið í moldinni, sem varla hefir spannarvíðan sjónleildarhring, engu síður en maðurinn, sem í ofurhuga fávizku sinnar manar höfuðskepnurnar í fangbrögð við sig, en sem hann stendur þó ekki músarbragð. Hversu sljó sem hugsunin er og skoðanirnar ólíkar, þá geta þó allir skilið og öll- um komið saman um, að dauðinn sje ægilegur. En ef það frjett- ist, að fyrrum var dauðinn hafður í virkjum uppi hvelfingum hins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.