Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 47

Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 47
207 I En svo kynntist hann presti nokkurum, sem meðal annars ljeði honum hina ísl. málfræði Rasks (Veiledning osfrv. 1811). Það lítur svo út, sem lestur þeirrar bókar hafi komið honum inn á þá braut, sem hann þræddi siðan. Hann fann í henni orð og orðmyndir alveg eða næstum því eins og hann þekkti í sínu eigin máli. Og svo tók hann sig til og ritaði lýsingu á máli því, er talað var í hans sveit. Petta var 1841 ; hann hatði þá átta um tvítugt. Vísindafjelagið í Prándheimi fal honurn nú það vandaverk á hendi, að stunda helztu mállýzkur Noregs og lýsa þeim og safna orðaforða þeirra. I 6 ár samfleytt ferðaðist Ivar nú um endilangan Nöreg og safnaði og safnaði af elju og kappi. Og árangurinn var tvö rit, sem heita mega undirstaða nýnorrænnar þjóðernistilfinningar og þjóðmenntun- ar: nýnorska málfrœðin og (ný)norska orðabókin með dönskum þýðingum; þau komu út 1848 og 1850 (2. útg. af orðabókinni 1873). Mállýzkur i Noregi eru óteljandi, um 200 segja þeir er best vita deili á. Bæði orðmyndirnar, rótarstafirnir og endingarnar, eru á margan veg rnismun- andi, og þó allar runnar af fornmálinu (fornnorskunni, eða forníslenzkunni, sem er að flestu sama). Pað er ekki vegur til hjer að lýsa þessu máli nánar. En Ivar sem rannsakaði allt út í hörgul og þekkti allt þetta hverjum manni betur, fann, að þrátt fyrir þennan mismun, var þó mál- ið allt eitt og hið sama i raun og veru. Hann fann og brátt, að það voru mállýzkurnar, sem i raun rjettri vóru og áttu að kallast móðurmál landa sinna, en ekki danskan, sem meira eða minna var töluð í borgunum og svo að segja eingöngu notuð i bókum og blöðum. Svo varð hann þá höfundur þeirrar baráttu, sem stendur enn þann dag í dag milli norsk- unnar og dönskunnar, þótt hann hafi sjálfur tekið litinn þátt i öllum þeim geysingi, sem átt hefur sjer stað. Eað var rnark og mið ívars að búa til almennt bókmál, sem tæki það bezta og helzta úr beztu og fornlegustu mállýzkunum; hann ritaði greinar um þetta, og samdi sjálfur ýmislegt (t. d. leikrit og kvæði) á þessu máli sinu, og segja þeir, sem hafa vdt á, að öll hans rit sjeu samin af mestu málsnild, og engum hafi tekizt betur en honurn að sýna lipurð, hreinleik og göfgi þessa nýja máls. Þvi að nýtt mál var þetta að mörgu leyti. Pað varð uppi fótur og fit á Norðmönnum. Það var eins og þeim opnaðist nýr heimur, og þó var þetta þeirra eiginn heim- ur; þeim var eins og sýnt inn i þeirra eigið brjóst. Flestir fögnuðu, og sögufræðingurinn mikli P. A. Munck t. d. fór miklum lofsorðum um starf Ivars. Hinsvegar urðu margir til andmæla, og var það látið i veðri vaka, að þetta bænda mál væri ekki nógu fint eða nógu hæfilegt til lestrar, það væri ruddamál, sem enginn skildi og þar fram eptir göt- unum. Aptur aðrir, og það er meira urn vert, fundu máli Ivars það til foráttu að það væri samsteypa, sem i raun og veru enginn talaði í landinu; i einu hjeraðinu væri talað svo, i hinu á þennan hátt og í báðum í einstöku atriðum öðruvísi en á Ivarsmáli. I þessu er nokkuð hæft, en annmarkarnir eru varla svo miklir, sem látið er. Enn var það sagt, að rjettritunin væri of fomleg, svö að orðin yrðu því torkennilegri. Prátt fyrir allar þessar mótbárur og þrátt fyrir það,_ að það eru að eins einstöku menn, helzt skáld (t. d. Krislófer Janson, Asmundur Ólafsson frá Vinjum, Arni Garborg ofl.) sem hafa notað nýnorsku að bókmáli, eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.