Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 18

Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 18
ógleymanlega misboðið henni. Enda efaði öldungurinn að hann segði sjer satt. — En —en— »fremur að letja en hvetja.« Hvað ætlaði þetta að verða? — »Dul« — »dul« hvað gat það verið! — Af »Hlíðarættinni.« Drottinn minn góður! — Það hafði hún aldrei heyrt áður. — Verið leynd því? — Holds-veiki — h-o-l-d-s—v-e-i-k-i —, — æ-t-t-a.r--------f-y-l-g-j-a. — O, — þú — eilífi guð!-------------- Hún hneig áfram; brjóstið svall á grindurnar. Höfuðið seig niður með þeim að framanverðu, og það teygðist næstum eins mikið úr hálsinum, eins og líkaminn væri á gálga. Annar hand- leggurinn var fyrir innan grindurnar og hjelt líkamanum frá að steypast fram yfir þær og falla ofan á kirkjugólfið. Hún varð ná- bleik, eins og blóðið hefði staðnað 1 hjartanu og lungunum. Hreyfingaröfl og tilfinningar hennar hurfu gersamlega. Ógurlegt farg lagðist yfir hana. Eitt augnablik hjelt hún, og skyldi allt, sem presturinn sagði. En svo, en svo vissi hún ekkert um sig. Þegar feðgarnir gengu inn í kirkjuna, hafði hurðin ekki fall- ið í grópin. Um sólsetrið og eptir það fór kveldsvalinn að smá- vaxa og loptið að kælast meira og meira af næturkulinu, sem óð- um rak í burtu hið glóðþrungna, sólhitaða dagslopt. Næturkulið leið inn um dyrnar, inn með loptinu neðanverðu, tók þverstefnu beint upp með loptskörinni og á náhvíta andlitið, sem hjekk nið- ur með grindunum. Súgurinn smá-herti á sjer, en fór einlægt sömu leiðina, beint á dauðbleika andlitið, klofnaði, hljóp hoppandi út af því, og aptur með báðum kinnunum, um hálsinn og kom svo saman 1 hnakkanum, undir gulllitaða hárinu; lypti á alla vegu hárendunum, sem stóðu út úr hinum digru, þungu, fljettingum; hljóp svo ofan beran hálsinn og undir hálsmálið. Og einlægt barðist súgurinn harðara og harðara á þessu leiksviði sínu, kaldari og kaldari. Loks, — loks fóru lífsöflin að rumskast. Fyrst kom ofurlítil stuna, svo hreyfingar fleiri og fleiri. — Hún reisti sig við — langt og þungt andvarp. — Kendi sárt til fyrir brjóstinu. — Eptir dálitla stund gat hún staðið upp; hún studdi sig við stólana við stigariðið, komst út úr kirkjunni og inn í herbergið sitt. Hugsunin var ósamstæð og á flugi. Einhver voðaleg ókyrð kom yfir hana; blóðið hamaðist sjóðheitt og svellandi fram og aptur um líkamann. Hún gat ekki setið kyr. Hún gekk um herbergið harðara og harðara. Hún hafði hvorki vald á sál nje líkama. En hæst, lang hæst af öllu glumdi 1 eyrum hennar: Holdsveikin holdsveikin,--------er kynfylgja ættarinnar — »Hlíðarættarinnar.« —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.