Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 22

Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 22
Laxarnir skildu fossinn skildu allt. Þeir fengu hrylling í sig af því, að búa í þessum holdsveikis-lystigarði; þeir brugðu hart við, hlupu ofan í Langadalsá, ut í fjörðinn og þaðan á haf út, út um öll höf jarðarinnar, og sögðu bræðrum sínum frá ósköpun- um. Og svo sagði hver skepnan annari. — Orðrómur íslenzku holdsveikinnar hljómaði nú um láð og lög og barst í loptinu til yztu endimarka og afkyma mannverunnar. Ötta og felmt sló yfir þjóðirnar og stjórnirnar. Ein stórþjóð heimsins tók að leita vje- frjetta hjá löggjafarvaldinu, — kom með lagafrumvarp inn í þjóð- þingið. — Um endalokin er allt ósjeð enn þá. Einstöku erlendir menn fóru að safna fje handa holdsveikis-sjúkrastofnun á Islandi. Fremst í því gekk íslendingur, sem landið hafði ekki alið upp, nje haft á »ölmusumoði«. En löggjafarvaldið og fjárveitingarvald- ið á íslandi mókti og mókti, ljet velta á reiðanum með ró og hjartaprýði, með nóg gull í fjárhirlzuhandraðanum. fi>að er ódýrt mannslífið á Islandi! Snær Snœland. * * * Jafnvel þótt vjer höfum ýmislegt að athuga við framanskráða sögu, höfum vjer þó ekki hikað við að taka hana til fósturs, eink- um af því að það er eitt af hlutverkum rits vors, að styðja unga höfunda, sem eitthvert efni virðist vera í. En ekki viljum vjer þó láta hana frá oss fara, án þess að láta þess getið, að sú skoð- un, sem kemur fram í sögunni, að holdsveikin sje ættgeng, er ekki á rökum byggð, þó hún hafi lengi verið rikjandi. Nú má álíta það fullkomlega vísindalega sannað, að sýkin er ekki ættgeng, heldur að eins sóttnæm. En þegar svo er ástatt, er það mjög eðlilegt, að börn, sem hafa nána umgengni við sjúka foreldra, sýkist fremur en aðrir, og það hefur orðið þess valdandi, að menn álitu að holdsveikin væri ættgeng, meðan hinar sönnu orsakir hennar voru ekki kunnar. Þess vildum vjer og láta getið, að þær hnútur, sem höfundur sögunnar sendir alþingi íslendinga, eru mjög ófyrirsynju. Alþingi hefur verið fullljóst, hvílikt þjóðarmein holdsveikin er, og haft fullan vilja á að stemma stigu fyrir henni, enda ótvíráðlega látið í ljósi, að það mundi leggja fram nægilegt fje til sjúkrahælis, jafnskjótt og málið lægi fyrir hæfilega undir- búið. En engin sanngirni er í þvi, að saka þingið um það, þótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.