Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 24

Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 24
184 I. -------------- Að kvöldi hins 17. ágústmánaðar 1741 komum vjer auga á Langanes. Pað er bæði klettótt og kaldranalegt. Daginn eptir um hádegisbil sáum vjer is i fjarlægð. Vjer sigldum til kl. 3 i þeirri von að finna vök á isnum, en sú von brást. ísinn lá umhverfis skipið alla vega eins langt og augað eygði, og var að sjá sem meginland. Urðum vjer því að hverfa aptur sömu leið. fetta gekk svo i tvo sólarhringa. Hinn 21. sáum vjer Langanes á að gizka i tveggja mílna fjarlægð, en þar eð oss ljek grunur á, að einnig lægi is við ströndina, hurfum vjer um kveldið aptur frá landi og lögðum i haf. fannig sigldum vjer milli vonar og ótta og væntum á hverri stundinni að standa fastir i ísnum. Arla morguns hinn 22. voru bæði kaupmaðurinn og skipherrann ótta- slegnir mjög, þvi aptur gaf að líta is fyrir stafni. Allir skipverjar voru daprir og niðurlútir, svö sem vænta mætti að skipið þá og þegar mundi rekast á og sökkva til grunns, og átti jeg i mestu vandræðum með að telja hug í þá. Skipverjar tóku loks að bera ráð sín saman og urðu ásáttir um að leita lands, og að kveldi komum vjer enn að Langanesi. Vjer ljetum veifu blakta á siglu, ef ske mætti, að einhver hræða kynni að ná á skip út frá landi og gera oss kunnugt, hvort ís bannaði lend- ingu. En enginn sást. Tvær eða þrjár hollenzkar duggur lágu undir landi, en hröðuðu sjer á burt jafnskjótt og þær komu auga á oss. Hinn 23. hrepptum vjer góðan byr og bjart veður og jók það oss svo mikill- ar hugrekki, að vjer rjeðum að stefna beina leið i höfn. Nú var heldur eigi lengur neinn ís að sjá, og tókum vjer loks Hofsós að kveldi hins 24. eptir tveggja mánaða útivist. — Fyrir fæði galt eg undirkaupmanni 33 d. 4 sk. Hinn 25. ljet jeg taka til dót mitt í þeirri von, að mjer innan skamms mundi auðnast að komast á stað þann, er mjer var til visað. I þvi skyni sendi jeg Jón Þorkelsson daginn eptir til Hóla til að grennsl- ast eptir, hvort herbergi væru þar tilbúin handa mjer, en þvi fór fjarri. Lafrentz amtmaður hafði engar ráðstafanir gert i þá átt, og hafði ekki einu sinni boðað komu mina. Jeg reit þvi biskupsekkjunni þegar í stað og kunngerði henni, að konungurinn hefði sent mig til Hóla. Hún tók því hið bezta og sendi þegar i stað ráðsmanninn til min og lofaði mjer hestum undir flutninginn. Hinn 29. stje jeg af skipi, en varla var jeg kominn á land fyrri en svo mikill heljarstormur skall á, að jeg aldrei hef sjeð nje heyrt neitt, er geti jafnast við það. Hefði jeg dokað fjórð- ungi stundar lengur þá hefði jeg komizt í hinn mesta lifsháska, því eigi var annað sýnna en að skipið við hverja vindstroku mundi brotna i spón, og enginn vinnandi vegur var að ná til lands. Veðrinu slotaði ekki fyrri en kl. 1 um nóttina, svo vjer gátum ekki lagt á stað. Morgun- inn eptir lagði jeg loks á stað með Jóni skólameistara og ráðsmannin- urn og kom heim á'staðinn kl. 11. Kirkjupresturinn og bróðir bisk- upsins sáluga1, sem er kominn yfir áttrætt, tóku á móti mjer í kirkju- .dyrunum. Biskupsekkjan, sem lá sjúk og var sigrátandi meðan jeg átti tal við hana, hafði sett fram miðdegisverð handa mjer. Fað getur vel 1 Biskup sá, sem um er að ræða, var Steinn Jónsson. Hann var biskup á Hólum 1711 —1739.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.