Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Page 24

Eimreiðin - 01.09.1897, Page 24
184 I. -------------- Að kvöldi hins 17. ágústmánaðar 1741 komum vjer auga á Langanes. Pað er bæði klettótt og kaldranalegt. Daginn eptir um hádegisbil sáum vjer is i fjarlægð. Vjer sigldum til kl. 3 i þeirri von að finna vök á isnum, en sú von brást. ísinn lá umhverfis skipið alla vega eins langt og augað eygði, og var að sjá sem meginland. Urðum vjer því að hverfa aptur sömu leið. fetta gekk svo i tvo sólarhringa. Hinn 21. sáum vjer Langanes á að gizka i tveggja mílna fjarlægð, en þar eð oss ljek grunur á, að einnig lægi is við ströndina, hurfum vjer um kveldið aptur frá landi og lögðum i haf. fannig sigldum vjer milli vonar og ótta og væntum á hverri stundinni að standa fastir i ísnum. Arla morguns hinn 22. voru bæði kaupmaðurinn og skipherrann ótta- slegnir mjög, þvi aptur gaf að líta is fyrir stafni. Allir skipverjar voru daprir og niðurlútir, svö sem vænta mætti að skipið þá og þegar mundi rekast á og sökkva til grunns, og átti jeg i mestu vandræðum með að telja hug í þá. Skipverjar tóku loks að bera ráð sín saman og urðu ásáttir um að leita lands, og að kveldi komum vjer enn að Langanesi. Vjer ljetum veifu blakta á siglu, ef ske mætti, að einhver hræða kynni að ná á skip út frá landi og gera oss kunnugt, hvort ís bannaði lend- ingu. En enginn sást. Tvær eða þrjár hollenzkar duggur lágu undir landi, en hröðuðu sjer á burt jafnskjótt og þær komu auga á oss. Hinn 23. hrepptum vjer góðan byr og bjart veður og jók það oss svo mikill- ar hugrekki, að vjer rjeðum að stefna beina leið i höfn. Nú var heldur eigi lengur neinn ís að sjá, og tókum vjer loks Hofsós að kveldi hins 24. eptir tveggja mánaða útivist. — Fyrir fæði galt eg undirkaupmanni 33 d. 4 sk. Hinn 25. ljet jeg taka til dót mitt í þeirri von, að mjer innan skamms mundi auðnast að komast á stað þann, er mjer var til visað. I þvi skyni sendi jeg Jón Þorkelsson daginn eptir til Hóla til að grennsl- ast eptir, hvort herbergi væru þar tilbúin handa mjer, en þvi fór fjarri. Lafrentz amtmaður hafði engar ráðstafanir gert i þá átt, og hafði ekki einu sinni boðað komu mina. Jeg reit þvi biskupsekkjunni þegar í stað og kunngerði henni, að konungurinn hefði sent mig til Hóla. Hún tók því hið bezta og sendi þegar i stað ráðsmanninn til min og lofaði mjer hestum undir flutninginn. Hinn 29. stje jeg af skipi, en varla var jeg kominn á land fyrri en svo mikill heljarstormur skall á, að jeg aldrei hef sjeð nje heyrt neitt, er geti jafnast við það. Hefði jeg dokað fjórð- ungi stundar lengur þá hefði jeg komizt í hinn mesta lifsháska, því eigi var annað sýnna en að skipið við hverja vindstroku mundi brotna i spón, og enginn vinnandi vegur var að ná til lands. Veðrinu slotaði ekki fyrri en kl. 1 um nóttina, svo vjer gátum ekki lagt á stað. Morgun- inn eptir lagði jeg loks á stað með Jóni skólameistara og ráðsmannin- urn og kom heim á'staðinn kl. 11. Kirkjupresturinn og bróðir bisk- upsins sáluga1, sem er kominn yfir áttrætt, tóku á móti mjer í kirkju- .dyrunum. Biskupsekkjan, sem lá sjúk og var sigrátandi meðan jeg átti tal við hana, hafði sett fram miðdegisverð handa mjer. Fað getur vel 1 Biskup sá, sem um er að ræða, var Steinn Jónsson. Hann var biskup á Hólum 1711 —1739.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.