Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 13

Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 13
173 húskveðju og líkræðu, kitlandi og æsandi fyrir syrgjendurna, en þó afarnístandi og pínandi fyrir ekkjuna og unga dóttur. Svo var nú ekki búið með það. Flest frjettablöð landsins sögðu frá láti og æfiferli þessa merkismanns og hörmuðu hann mjög. Kom þeim þá svo dæmalaust vel saman í sannleikanum og röksemdaleiðsl- um, að þau endurtóku allt það sama, öll grátstorkin. — Já, það var hárnæmt samræmi allstaðar: í sveitinni, hjeraðinu, landinu, blöðunum o. s. frv. Bæði hver einstaklingur og öll þjóðin yfir- leitt var áminnt um að gjöra hinni eptirlifandi ekkju og föður- lausu dóttur allt til sóma og ánægju í virðingar og þakklætis skyni við þann merkismann þjóðarinnar, sem nú væri moldu orp- inn.---------- V. Síra Höskuldur Konráðsson var prestur i Kálfárþingum. Hann var mikill vin Sigurðar heitins, og þá margt gott af honum. Það var því ekki furða, þó að hann ljeti sjer annt um ekkju Sigurðar heitins, enda fór hún að öllu eins og hann vildi vera láta. Þegar hún hafði búið tvö ár á Iðu, brá hún búi og flutti að Kálfá til síra Höskuldar. Það hlaut að verða umstangsminna, en hafa for- ráð og umsjá á stórbúi. Það hafði líka einmitt viljað svo til þetta sama vor, að Þórarinn sonur síra Höskuldar gipti sig. Prestur sat staðinn ljómandi vel og var ekki aflögufær, en þröngbýlt í sveitinni; þar vildu allir vera sökum velgengni hennar. Það kom sjer því næsta vel, að Þórarinn gat fengið jörðina og eins búpen- ing til leigu, til að byrja með. Þetta sama vor var Unnur Sigurðardóttir sextán ára. Fólkið talaði ekki um annað, en hvað hún væri falleg og vel ger um alla hluti. Alit almennings og tal fór ljómandi fallega af stað með þessa ungu stúlku. Móðir hennar unni henni hugástum, eins og eðli- legt var. Og auðurinn var nógur til hvers sem vera skyldi. Það virtist því svo sem þessi unga mær ætlaði að geysast gegnum gjör- valt lífið — bæði sitt og annara — með óslítandi gleðihlátrum og hersöngvum aðdáunar og tilbeiðslu. Sól sælunnar sýndist ómögu- lega geta formyrkvazt fyrir henni, nema dauðinn sjálfur kæmi til sögunnar í einveldi sínu. En það var engin ástæða til að ímynda sjer slíka ijarstæðu. Nei, langt frá! Það eymdi ekki nokkurstað- ar á gufu eða skýhnoðra á hinum sólbjarta og leipturtendraða fram- tíðarhimni þessarar ungu meyjar. Allir, sem þekktu hana, dáðust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.