Eimreiðin - 01.09.1898, Side 35
195
Lesið »Lars Kruse«; þá munuð þig naumast segja, að engar
hetjur sjeu til nú á dögum og engin skáld til að mæra þær. Ann-
ars var Lars Kruse ekki nema rjettur og sljettur sjósóknarmaður
norður á Skaga.
Jeg vil nú leyfa mjer að telja nokkur af þeim ritum, er getið
hafa Drachmann mestan frama hjer í landi. Þá er fyrst að nefna
kvæðasafnið »/ hálfum hljóðum« (»Dæmpede Melodier«), eintómir
kostgripir bæði að efni og búning. Að því er efnið snertir, skipt-
ist á brennandi heipt og blíðasta tilfinning fyrir því fagra í náttúr-
unni, angurvær hæðni og góðlátleg glaðværð, og allt er það eins
og nýrisið úr söltu sjóbaði, sveipað hreysti og heilnæmi. Og þá
er búningurinn, þessi aðdáanlegi búningur, sem Drachmann velur
ljóðum sínum. Hann er ljettur og liðugur, en þó jafnframt áhrifa-
rnikill og stórfelldur; bragliðirnir leika opt lausum fæti, en mis-
fellur eru engar í hljóminum; hann er sem brunandi árniður eða
þjótandi stormur, sem gjálfrandi bylgja eða raulandi þýðum rómi,
allt eptir því sem efnið krefur; það er eins og skáldið mæli það
allt af munni fram, og þess vegna er enginn þreytandi þjalar-
bragur á því; stundum slæðast ýmsar hugsanir með, sem ósköp
vel mættu missa sig, en einmitt vegna þess, að straumurinn þannig
hrífur þær með sjer, fáum vjer svo smellna mynd af hugarlífi
voru með öllum þess loptköstum og útúrdúrum.
Heyrið þið ekki bárugjálpið í vísunni þeirri arna. (Skáldið
mælti hana af munni fram á sjóferð):
>Snart er de lyse Nætters Tid forbi,
Og Mörket stiger bag de dvbe Vande,
Og Bölgen spiller op den Melodi,
Som nu kun nynnes svagt ved Sundets Strande.«1
Eða er það ekki sem maður taki sjálfur öflugt áratog gegn
hnarreistum brotsjó og skoppi svo ljettlega yfir öldufaldinn, er
hann les annað eins erindi og þetta:
Alle Mand i Báden op!
Og præcis plToften sat
Griber hver den lange Are
Haler ud med sejge hárde
1 Þ. e. Bráðum er bjartnættið horfið og myrkrið stígur upp á bak við djúpið,
og báran tekur að leika það lag, sem nú er kveðið að eins veikum rómi
við strendur Eyrarsunds.
D