Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Page 24

Eimreiðin - 01.09.1900, Page 24
184 bæði fyrir og eftir þeirra daga var bæði vel og illa ritað. Svo eru þessi kostulegu nöfn: »Bjarrhéðinsson«, »1. S. Back« (o:- Sebastian Bach, sem allir þekkja, sem hafa heyrt söngmeistara getið), »Kulhau« fyrir »Kuhlau« — þetta eru ekki prentvillur, en kemur til af fávizku blaðamannanna; þar á móti gæti »Porbjörg« verið prentvilla; en af þessu úa og grúa blöðin hér, og sést slíkt mjög sjaldan í útlendum blöðum. fá hefur og verið gerð sú merkilega uppfundning, að það sé »dönskusletta« að setja ákvarð- aða greininn (hinn, sá) á undan lýsingarorði, þótt þetta sé gert í öllum fornritum vorum, sem ávalt hafa verið skoðuð sem fyrir- mynd, og þótt þetta sé sameiginlegt öllum indógermönskum mál- um (nema latínu); — sumir hafa orðið hræddir við »dönskuslett- una« og þora nú ekki að rita öðruvísi en »lánsstofnunin fyrirhug- aða«, »áhuginn eldheiti« o. s. frv., eða eru þá öll orð »dönsku- slettur«, sem eru eins og í dönsku, t. a. m. »barn«, »jeg«, eða svipuð, eins og »kona«, »móðir« o. s. frv.f — Ekki að nefna sér- vizkuna, að rita alstaðar f á undan t: »Seftember«, »kafteinn«, »djúft«, »keyft«x o. s. frv. Miklu meira mætti segja um þetta og sýna á hvaða stigi ritmálið er nú. LISTIR. Pá verður að minnast lítið eitt á listirnar, hvernig þær koma fram hér í bænum, og er skdldskaþurinn þar efstur á blaði, því hann er samvaxinn málinu. Raunar er bezt að fara um hann sem fæstum orðum, en einungis geta þess, að hann stendur hér með fágætum blóma; allir yrkja, sem vetlingi geta valdið; skólapiltar eru nú þegar orðnir »rithöfundar«, mörgum árum áður en þeir eru skropnir út úr egginu (því að þeir eru alt annarar náttúru en fugla-ungar); kaupmenn yrkja og láta yrkja smellnustu kvæði um sínar ágætu vörur— ættu líka að yrkja um kolin1 2 — og svo er fádæma mikið af rímuðum lífsreglum og lífsskoðunum; en eiginlegan hug- sjónaskáldskap flytja þessi skáld ekki, hann er nú skoðaður sem »óverulegur«, en ekki má yrkja út af öðru en einhverju »verulegu«, það er: horfa ofan í rennisteinana og hlandforir lífsins, en líta 1 Oss vitanlega hefur enginn farið fram á að rita f í þessum orðum (nema Bjarki gerir það, en hann kemur ekki út í Rvík). Hinn heiðraði höf. virðist hér eiga við stafstetning Blaðamannafélagsins, en samkvæmt henni á einmitt að rita p (en ekki f) í öllum þeim orðum, sem höf. nefnir. RITSTJ. 2 Þessi setning lýtur að kolaleysinu í Rvík veturinn 1898—99, þegar ritgerðin var skrifuð. RITSTJ.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.