Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Side 30

Eimreiðin - 01.09.1900, Side 30
norsku. — Þegar hjónavígslur fara fram í kirkjunni, þá er þar heldur mannkvæmt, og ekki sízt af kvennfólkinu, sem þyrpist þangað, eins og það eigi lífið að leysa, til þess að sjá brúðhjónin, hvernig brúðurin sé klædd og hvernig hún »taki sig út«, og svo til þess að hlusta á prestinn, þegar hann les upp kaflann úr 3ja kapítula í Mósisbók, til þess að hræða brúðurina; margir sækjast einmitt eftir því, sem viður- styggilegt er, en hugsa ekki um að sæmilegra væri að sleppa öðru eins hneyksli og þessi orð eru. Pví þau eru jafn ljót, þótt þau standi í ritningunni, og klámið og óþverrinn verður aldrei helgaður með því, að hann stendur þar. Petta vill fólkið sjá og heyra, eins og náttúr- legt er, og er oft troðningurinn svo mikill, að sumum liggur við meiðslum; stundum lfður yfir einhverja veikbygða hispursmey, en ópin og hávaðinn virðist benda á, að fólkið muni ekki eftir, að það er í guðs húsi. Nú er líka hætt að halda mannmargar brúð- hjónaveizlur, eins og áður var siður, þegar fátækt fólk var oft í stórskuldum alla sína æfi, einungis fyrir þetta eina kvöld, og dæmi eru til að menn hafi eytt öllum arfi sínum í þetta augnabliks-hóf og staðið bláfátækir eftir. Nú er altítt að hafa ekki matarveizlur, heldur einungis kaffi og súkkulaði, og er þá fáum boðið, sem í rauninni er rétt, því þessar óumflýjanlegu »brúðargjafir« eru sannar- legar álögur á menn og koma sér illa, þar sem fé er ekki nóg fyrir. — »Borgaraleg hjónabönd« eru hér mjög sjaldgæf, en þar á móti er það venja hér, eins og út um alt land, að menn séu giftir »upp á pólsku«, og er álitið sjálfsagt. Með trúnni fylgir því margt, sem endar á »-ist« og »-ismus«, og finst alt þetta hér, því það er ávöxtur »mentunarinnar«: aþeist og aþeismus er kennitigar- nafn þeirra, sem trúa á mátt sinn og megin; deist og deismus þeirra, sem trúa á guð einan, en ekki á þrenninguna, og ætla að guð sé raunar til, en skifti sér ekki af neinu í heiminum; fanatismus og pietismus er samfara trúarofsanum og bindindisbröltinu,1 og veldur illdeilum og ósamlyndi, þótt nóg sé annars. 1 Nýlega hefur sú uppgötvun verið gerð, að enginn maður sé »sannkristinn«, nema hann vilji vera í »bindindi« (það er: vinbindindi); nú: þá voru þeir ekki »sannkristnir« Kristur og postularnir, þvi þeir voru ekki í vínbindindi, þeir drukku allir. Uppgötvunarmaðurinn ætlar, að »bindindi« biflíunnar merki endilega »vinbind- indi«, en það er nú alls ekki svo; orðið heitir á grisku »enkrateia«, og á alls ekki fremur við eitt en annað. Tilvisanir hans til biflíunnar eru því ónýtar, og síðari til- vísunin allsendis röng. Raunar er ofdrykkja talin með dauðasyndum, en þær eru taldar miklu fleiri, og væri gott, ef þessir siðameistarar væru lausir við þær allar fyrst þeir gera sig svo »breiða«.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.