Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Qupperneq 31

Eimreiðin - 01.09.1900, Qupperneq 31
l9 Pað er alkunnugt, að hér er ekkert gert af prívatefnum, sem varðar opinbera hluti eða almennings heill; enginn fórnar ein- um eyri til þess, og aldrei hefur heyrst að nokkur maður gefi kirkjunni eyris virði, þvert á móti er kirkjan fremur rýjuð, eins og nú sást, þegar orgelinu var fleygt á burtu sem ónýtu. En þrátt fyrir þetta eru Reykjavíkurbúar mjög velgjörðasamir menn. Menn mögla ekki út af því, þótt lagðar séu á bæjarmenn um 14000 krónur á ári til fátækra; þó að þetta sé lögboðið, og þó að þetta sé óheyrileg ánauð og ósómi, þá möglar enginn, og það er vel- gjörningur engu að síður.1 En hver mun telja alt það, sem fá- tæklingum — sumum óverðugum — er gefið hér af frjálsum vilja? Hver veit, hversu miklu það nemur, sem Thorvaldsensfélagið gefur á ári hverju? Eetta er aldrei nefnt, en þar á móti fáum vér að vita, hversu margar miljónir einhverjir maurapúkar í Ameríku eiga! FRAMFARIR. Af öllu því, sem nú hefur sagt verið, má sjá hversu Reykjavík hefur fleygt fram á síðasta mannsaldri. Raunar eru þetta alt öðruvísi framfarir en þær, sem blaðamennirnir pré- dika; en þó að þetta, sem enn er fengið, ekki sé í stærri stíl eða mikilfenglegra en það er, þá er það verulegar framfarir, sem eru bygðar á eðlilegum gangi lífsins, en hafa ekki orðið að náttúrunni nauðugri og alt í einu, eins og æstir »framfaramenn« ætlast til. Iðnaðarmönnum hefur fjölgað ákaflega mikið síðustu árin, og þótt barlómurinn sjáist alt af öðru hvoru í blöðunum, þá er samt ekki að sjá neina tiltakanlega fátækt hér, alt slæpist einhvernveginn af, og kvartanir um atvinnuleysi er vandræðaþvaður. I’ar sem áður var ekki unt að fá gert við úr eða sigurverk, nema láta einhvern gullsmið káka við það, þó að hann kynni ekkert að fást við slíka hluti, þá eru hér nú ágætir úrsmiðir, sem ekki einungis geta gert við úrin, heldur og sjálfir smíðað úr eins fögur og vönduð og gerð eru í útlöndum; raunar hefur íslendinga aldrei vantað hagleiksgáfu, og þess konar og margt annað hefur verið smíðað fyr, en það var alt grófara og gert með lakari verkfærum; þarf ekki annað en fara til Magnúsar Benjamínssonar, til þess að sjá hans meistara- smíði á stórum stundavísirum, sem ekki skeika um eina sekúndu 1 Árið 1889 var varið til fátækra-framfæris á öllu landinu; 191,640 krónum; en árið áður: 209,426 krónum (Isafold 2. desember 1893). Einhversstaðar var tekið fram, hversu mikið Vesturheims-»Islendingar« gæfi sínum fátæklingum, svo sem til að sýna, hversu þeir væri okkur fremri í þessu sem öðru.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.