Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Qupperneq 36

Eimreiðin - 01.09.1900, Qupperneq 36
196 óíslenzkulegar, sem von er, þar sem efnið á ekkert skylt við íslenzkt þjóðerni, og ekki dugar að leika annað en það, sem vekur hlátur; fólkið heldur að það eigi ekki annað að gera en hlæja; enda eru leik- endurnir ekki færir um að sýna tign og alvöru, til þess vantar hér alt á leiksviði. Stöku sinnum leika skólapiltar, og er það oft ekki óskemtilegra að sjá þenna unga og fjöruga lýð, þótt þeir ekki fylgi neinum ströngum reglum listarinnar, sem annars eru hér alveg ókunnar, ef í það fer. Og engin furða er, þótt hinir stöð- ugu leikendur séu þreyttir og dofni á þessu sífelda argi á hinu sama upp aftur og aftur — það er eins og þegar prestarnir verða að prédika hið sama altaf í sífellu — altaf er það sama fólkið, sem horfir á þetta, og leiðist þá að lokunum að gefa út peninga fyrir sömu leikina; verður því þóknun eða ábati leikendanna svo sem enginn, ef þeir þá ekki skaðast á öllu saman, því ekki er lítil tímatöf að læra þetta og æfa sig á því. — Stundum eru sýndar skuggamyndir, stöku sinnum leikfimislistir. Glímur tíðkast ekki, og eru ómerkilegar, þá sjaldan þær eru framdar. Hjólreiðar eru farnar að tíðkast allmikið, og eru sumir vel leiknir í þeirri list. — Ut- reiðir tíðkast hér á sumrin eins og áður, bæði á gæðingum og truntum, sem hafa stunið alla vikuna undir móhripunum og fá svo að hvíla sig á sunnudagareiðunum; þá er líklega »Dýraverndunar- félagið« til að taka á móti þeim. — Á vetrum eru skautaferðir á tjörninni, bezt sóttar af þeim, sem hafa gaman af að binda skauta á stúlkufætur og renna sér í tunglskininu; stundum er hringkeyrsla (Caroussel) á tjörninni. — Félögin stofna og til ýmsra skemtana, hvort fyrir sína félagsmenn, og er Góðtemplarafélagið þar efst á blaði; það er langfjörugast og langötulast, altaf óþreytandi á að bombardéra Bakkus greyið og hamast á sífeldum brennivínsfyrir- lestrum og límónaðiþambi af þeim óslökkvandi drykkjuþorsta, sem altaf hefur þjáð alla, bæði »Bakkusarþýin« og brennvínsberserkina; í þessu félagi eru meiri skemtanir en annarsstaðar, og það er á þeim, að félagið lifir, en ekki á því, að fólkið sé svo innilega hrifið af guðrækilegu bindindisbrölti. Fundir eru altaf haldnir án afláts, og standa fram á nótt; er þetta fólk því næturfólk og þykir víst ekki margt að, þó að nóttin breiði sína skuggablæju yfir lífið. — Annars er lífið að öllu samtöldu fremur dauft, svo dauft, að menn hafa ekki einu sinni rænu á að stofna til neinnar gleði á tyllidög- svo útjaskaðir, að mönnum er farið að leiðast að horfa á þá. Engum dettur neitt í hug, allir hausar eru tómir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.