Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Page 46

Eimreiðin - 01.09.1900, Page 46
206 verður annaðhvort að samþykkja þau óbreytt eða neita þeim um staðfesting sína. Hann getur að vísu í einstökum tilfellum gefið út lög einn, en að eins þegar brýna nauðsyn ber til og rétt til bráðabirgða (o: þangað til næsta alþingi kemur saman). Alþingi hefir því það, sem kallað er fult löggjafarvald, og um fjárráð þess er tryggilegar búið en í flestum öðrum löndum. Framkvœmdarvaldinu er þannig fyrir komið, að við hlið konungs í Kaupmannahöfn stendur ráðgjafi fyrir ísland, sem ber ábyrgð á stjórnarskránni. Hann hefir undir sér eina skrifstofu með einum deildarstjóra og einum skrifstofustjóra (og 2 aðstoðarmönn- um). Hið æðsta vald innanlands er á ábyrgð ráðgjafans falið lands- höfðingja í Reykjavík, sem hefir vald til að ráða fjölda mála til lykta og er fulltrúi stjórnarinnar (o: ráðgjafans) á alþingi. Skrif- stofu landshöfðingja veitir landritari forstöðu (með nokkrum skrif- urum). Undir landshöfðingja standa 2 amtmenn og undir þeim aftur 17 sýslumenn og 4 bæjarfógetar (3 bæjarfógetaembættin eru þó sameinuð sýslumannsembættum). Hver sýslumaður hefir undir sér fleiri eða færri hreppstjóra. Á héraðssljórn og sveitastjórn hefir orðið töluverð breyting, svo að þjóðin tekur nú miklu meiri þátt í henni en áður. Framan af öldinni má svo að orði kveða, að amtmennirnir væru einvaldir fylkiskóngar með sýslumönnunum sem jörlum sínum og hrepp- stjórunum sem hersum. En nú eru við hlið amtmanna komin amtsráð, við hlið sýslumanna sýslunefndir (og bæjarfógeta bæjar- stjórnir) og í sveitastjórninni hreppsnefndir með sérstökum oddvita. I öllum þessum nefndum sitja kjörnir menn og þær eru eins konar smáþing fyrir sig, sem hafa vald til að ráða ýmsum málum til lykta, hver upp af annari. Á dómaskipuninni hefir svo sem engin breyting orðið. Dómstólarnir eru sem fyr: undirdómarar (sýslumenn og bæjar- fógetar), landsyfirdómurinn og hæstiréttur. Nýr er að eins landa- merkjadómurinn. Á kirkjustjórninni hefir orðið nokkur breyting í frjálslegri stefnu. Að því leyti sem hfin ekki lýtur landsstjórninni hefir einn biskup (í Rvík) hina æðstu stjórn allra kirkjumála á hendi, en undir honum standa 20 prófastar og 143 prestar (prófastar þar með- taldir). En við hlið presta stendur nú kjörin sóknarnefnd og safn- aðarfundur (sem ekki var til áður) og við hlið prófasts héraðsnefnd og héraðsfundur. Eiginlegt kirkjuþing við hlið biskups með kjörn-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.