Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Síða 51

Eimreiðin - 01.09.1900, Síða 51
21 I stefnunnar (upplýsingaraldarinnar), Magnús Stephensen (f 1833) í valinn, svo lítið varð um viðnám gegn fylking hinna ungu ídealista, er nú vildu brjótast til valda í bókmentaheiminum íslenzka. En fram að 1830 má heita að fræðslustefnan ein væri ríkjandi, því' Bjarna Thórarensens gætir ekki fyr en síðar, þó hann hefði þegar frá byrjun gengið undir merki hugsjónastefnunnar og yrði einn hinn helzti frömuður hennar. En það var Jónas Hallgrímsson og Fjölnismennirnir, sem ráku á smiðshöggið, og síðan má heita, að klealisminti hafi verið ríkjandi í íslenzkum skáldskap alla öldina út. Kringum 1880 fer reyndar t(51uvert að brydda á realisma eða sannreyndarstefnunni (sem hófst í Danmörku um 1870) hjá nokkr- um hinna yngri skálda; en tæplega verður þó sagt að sú stefna hafi nokkurn tíma fest rætur á íslandi eða orðið þar ofan á. ídealisminn hefir þar enn fyllilega yfirtökin, hvað sem 20. öldin kann að færa okkur. En lítt benda bókmentastraumar annara landa á, að realisminn eigi mikla framtíð fyrir höndum úr þessu. Hann virðist vera búinn að lifa sitt fegursta, Að því er snertir aðrar greinir bókmentanna en skáldskapinn, þá hefir vald ídealismans yfir hugum manna einnig þar orðið þess valdandi, að menn hafa mest snúið sér að fornöldinni. Langflestir vísindamenn vorir hafa því nær eingöngu fengist við rannsókn á fornritum vorum og forntungu, en í þeirri grein hafa líka sumir þeirra afrekað mikið, Aftur hafa náttúruvísindin orðið herfilega út undan, þó nokkur breyting hafi orðið til hins betra í því efni á hinum síðasta fjórðung aldarinnar. Annars hefir töluvert birtst af bókum í flestum greinum bókmentanna: málfræði, sögu, þjóðsagna- fræði, lögfræði, náttúrufræði, læknisfræði, heimspeki, guðfræði, þjóð- hagsfræði (búfræði o. s. frv.), pólitík o. fl. Bókmentirnar eru því nú orðnar margfalt fjölbreyttari en í byrjun aldarinnar, og yfirleitt má segja, að þær séu öllum vonum fremur hjá jafnfámennri og fátækri þjóð. Tað væri stök ósanngirni að heimta öllu meiri fram- farir í þeim, en orðið hafa. I lýriskum l'veðskap og fornfræði standa íslendingar jafnfætis öðrum þjóðum. 19. öldin á fyllilega skilið að heita endurfæðingaröld íslenzkra bókmenta. LISTIR. t’egar skáldlistin er fráskilin, verður eigi annað sagt, en fagrar listir hafi alla öldina staðið hollum fæti á íslandi, og það svö ffeklegá, að mörgum mundi jafnvel verða það, að neita því, að þær vá'ru þar til sumar hverjar. En það væri þó of langt farið, því lítið er í eiði ósært.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.