Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Page 52

Eimreiðin - 01.09.1900, Page 52
212 Að því er myndlistina snertir, þá er frekast um afturför að ræða. Reyndar hafa íslendingar aldrei átt neina fræga málara, myndhöggvara né skrauthýsameistara. En af mörgu má þó sjá, að listnæmi og hagleiksíþrótt hefir fyr meir verið langtum meiri á íslandi en nú. Pa vóru reflar, dúkar og tjöld prýdd prýðis- fögrum listofnum eða útsaumuðum skrautmyndum, myndir af goð- um, mönnum og dýrum o. s. frv. grafnar og skornar í tré og bein, og malmmyndir og margs konar málmsmíði gert af hinum mesta hagleik og listfengi. Til þess að sannfærast um þetta, þurfa menn ekki annað en að bregða sér inn á Forngripasafnið. í*ar má sjá nokkuð af slíku frá öllum öldum. Og sama má sjá í f’jóðmuna- söfnunum í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi og jafnvel á söfnum í Lundúnum, En nú má heita að allur þessi listaiðnaður sé nálega horfinn hjá hinni íslenzku þjóð. Hér um bil einu menjarnar af út- skurðinum munu nú vera fáeinir mataraskar, spænir og rúmfjalir í sumum útkjálkasveitum, ef allur útskurður hefir annars ekki verið lagður gersamlega fyrir óðal. Útsaumur og listvefnaður (spjaldvefn- aður, flosvefnaður o. s. frv.) mun dálítið stundaður, en þó vera skuggi einn hjá því, sem áður var. í málmsmíði mun nú lítið bera á listasmekk og hagleiksíþrótt, nema í silfur- og gullskrauti því (eink- um víravirki), er á við skautbúninginn, og þar þó mest fylgt göml- um .fynrmyndum, en litlu eða engu nýju við bætt. Eini málari aldarinnar, sem gengið hafði á listaskóla, Sig- urður Guðmundsson (f 1874), var óefað miklum hæfileikum búinn, en eftir hann liggur þó nauðalítið sem málara, af því hann sökti sér algerlega niður í rannsóknir á þjóðháttasögu landsins. En hann hafði þó eigi alllitla þýðingu fyrir landið, bæði með því að glæða listasmekk manna og með því að koma Forngripasafn- inu á fót. Dálítill vísir til listasafna hefir þó komist upp á hinum síðasta fjórðungi aldarinnar: málverkasafnið í alþingishúsinu, þar sem eru mörg falleg og góð málverlc, þó þau séu öll útlend. Par eru og höggmyndir af Jóni Sigurðssyni og Bjarna Thórarensen og 2 högg- myndir eftir ungan íslenzkan myndhöggvara. Á Austurvelli er myndastytta Alberts Thorvaldsens, eina myndastytta landsins. í sönglistinni hafa framfarirnar orðið miklar á hinum síðari hluta aldarinnar. í byrjun aldarinnar gauluðu menn rímurnar og kyrjuðu bæði veraldleg kvæði og sálma með eldgömlum kirkju- lögum, sem höfðu viðlíka sönggildi og söngur manna í Norðurálfunni

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.