Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Qupperneq 52

Eimreiðin - 01.09.1900, Qupperneq 52
212 Að því er myndlistina snertir, þá er frekast um afturför að ræða. Reyndar hafa íslendingar aldrei átt neina fræga málara, myndhöggvara né skrauthýsameistara. En af mörgu má þó sjá, að listnæmi og hagleiksíþrótt hefir fyr meir verið langtum meiri á íslandi en nú. Pa vóru reflar, dúkar og tjöld prýdd prýðis- fögrum listofnum eða útsaumuðum skrautmyndum, myndir af goð- um, mönnum og dýrum o. s. frv. grafnar og skornar í tré og bein, og malmmyndir og margs konar málmsmíði gert af hinum mesta hagleik og listfengi. Til þess að sannfærast um þetta, þurfa menn ekki annað en að bregða sér inn á Forngripasafnið. í*ar má sjá nokkuð af slíku frá öllum öldum. Og sama má sjá í f’jóðmuna- söfnunum í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi og jafnvel á söfnum í Lundúnum, En nú má heita að allur þessi listaiðnaður sé nálega horfinn hjá hinni íslenzku þjóð. Hér um bil einu menjarnar af út- skurðinum munu nú vera fáeinir mataraskar, spænir og rúmfjalir í sumum útkjálkasveitum, ef allur útskurður hefir annars ekki verið lagður gersamlega fyrir óðal. Útsaumur og listvefnaður (spjaldvefn- aður, flosvefnaður o. s. frv.) mun dálítið stundaður, en þó vera skuggi einn hjá því, sem áður var. í málmsmíði mun nú lítið bera á listasmekk og hagleiksíþrótt, nema í silfur- og gullskrauti því (eink- um víravirki), er á við skautbúninginn, og þar þó mest fylgt göml- um .fynrmyndum, en litlu eða engu nýju við bætt. Eini málari aldarinnar, sem gengið hafði á listaskóla, Sig- urður Guðmundsson (f 1874), var óefað miklum hæfileikum búinn, en eftir hann liggur þó nauðalítið sem málara, af því hann sökti sér algerlega niður í rannsóknir á þjóðháttasögu landsins. En hann hafði þó eigi alllitla þýðingu fyrir landið, bæði með því að glæða listasmekk manna og með því að koma Forngripasafn- inu á fót. Dálítill vísir til listasafna hefir þó komist upp á hinum síðasta fjórðungi aldarinnar: málverkasafnið í alþingishúsinu, þar sem eru mörg falleg og góð málverlc, þó þau séu öll útlend. Par eru og höggmyndir af Jóni Sigurðssyni og Bjarna Thórarensen og 2 högg- myndir eftir ungan íslenzkan myndhöggvara. Á Austurvelli er myndastytta Alberts Thorvaldsens, eina myndastytta landsins. í sönglistinni hafa framfarirnar orðið miklar á hinum síðari hluta aldarinnar. í byrjun aldarinnar gauluðu menn rímurnar og kyrjuðu bæði veraldleg kvæði og sálma með eldgömlum kirkju- lögum, sem höfðu viðlíka sönggildi og söngur manna í Norðurálfunni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.