Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Qupperneq 56

Eimreiðin - 01.09.1900, Qupperneq 56
2IÖ gjafarvald og fjárforræði. En betur má, ef duga skal, því framtíð landsins verður aðallega að byggjast á landbúnaðinum. Hann er tryggasti atvinnuvegur landsins og getur líka gefið af sér góðan arð, ef hann er rekinn með hyggindum og dugnaði. En menn verða þá að læra að lifa mestmegnis á ræktuðu landi, en ekki að rýja jörðina eins og villimenn, án þess nokkru sinni að bæta henni upp, það sem frá henni er tekið. Frjóefni jarðvegsins íslenzka eru sömu lögum háð og annað: að það gengur til þurðar, sem af er tekið, ef ekkert kemur í staðinn. Af sjávarútvegi lifðu 1850 ekki nema 70/0 af landsbúum, en 1890 vóru þeir orðnir i8°/o og síðustu 10 árin hefir þeim fjölgað afarmikið. Petta sýnir, að sjávarútvegurinn er á framfaraskeiði, enda bendir margt fleira á það. Hve mikið þorskveiðin hefir auk- ist hinn síðari hluta aldarinnar, má sjá af því, að 1849 var ekki útflutt nema rúmar 5 milj. punda af fiski, en 1896 aftur rúmar 22 milj. Fyr meir stunduðu menn og því nær eingöngu þorsk- veiði, hákallaveiði og sela, en nú stunda menn og síldveiði og hvalaveiði (þó búsettir útlendingar séu því nær einir um hana). Menn eru og farnir að taka upp heppilegri veiðiaðferð. Fyr meir vóru fiskiveiðarnar hér um bil eingöngu reknar á opnum mann- drápsbollum, sem bæði svifti landið árlega fjölda hraustra drengja og sem gerði það að verkum, að menn máttu sitja tómhentir við sult og seyru, ef fiskinum ekki þóknaðist að ganga upp í land- steinana einmitt á þeim firðinum, þar sem hver var staddur. En nú eru menn óðum farnir að koma upp þilskipum, sem bæði eru hættuminni fyrir líf manna og geta betur leitað uppi þau mið, er fiskurinn kann að halda sig á í hvert sinn. Reyndar er þilskipafloti landsins ekki stór enn (1897: 128 skip), en þó er framförin ekki alllítil í því efni frá því, sem áður var, og hann vex með hverju ári. Einstöku menn eru og farnir að gera tilraunir með fiskiveiðar á eimskipum, sem eftir reynslu annara landa ættu að hafa mikla framtíð fyrir sér. Fiskiveiðar í ám og vötnum eru töluverðar, en um þær vantar nægilegar skýrslur, nema hvað útflutt hefir verið af laxi (1896: 84,867 pund eða fyrir rúmar 40,000 kr.). Af annari veiði er fuglaveiði stunduð töluvert á ýmsum stöð- um, en mest til heimilisþarfa. Pó vóru 1896 útfluttar rjúpur fyrir rúmar 6000 kr. Refaveiðar gefa og dálítinn arð (1896 útflutt tóu- skinn fyrir 2,700 kr.) og álftaveiðar ofurlítinn. En mestan arð gefur æðarfuglinn (1896 útflutt af æðardún 6,238 pund eða fyrir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.