Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Page 73

Eimreiðin - 01.09.1900, Page 73
233 þess, að tala sveitarómaganna er svo afskaplega há og fátækra- útsvarið þyngsti skatturinn, sem hvílir á þjóðinni. Árin 1872—75 þáði að meðaltali 15. hver maður á öllu landinu af sveit (6,e °/0), 1891 hver 21. (4,u °/o), en 1895 ekki nema hver 31. (3,8 °/o). Petta sýnir ómagatöluna, en sveitarþyngslin sjálf sjást betur af því, hve miklu fé hefir verið varið til þurfamanna og hve mikið hefir komið á hvern gjaldanda. Árin 1872—75 kom af fátækraútsvari að meðaltali á hvern gjaldanda í krónutali 22,6, 1891: 12,1 og 1895: io,», en til hvers þurfamanns var 1872—75 að meðaltali varið í krónutali 48,0, 1891: 50,8 og 1895: 66.0. þessar tölur sýna, að sveitarþyngslin eru næsta mikil; en þær sýna líka, að þurfamönnum hefir mjög fækkað á þessu tímabili, sem eins og svo margt annað ber vott um bættan efnahag almennings. Fátækra- útsvar hvers gjaldanda er því líka orðið 12,3 minna í krónutali á ári 1895, en það var 1872—75, og er það engin smávegis fram- för, þegar þess er gætt, að árið 1895 var þó að meðaltali varið 17,4 meira í krónutali til hvers þurfamanns en 1872—75. En þó að sveitarþyngslin þannig hafi minkað mikið, þá er þó fátækraútsvarið enn mjög tilfinnanlegt, enda eru gjöldin til fátækra í rauninni talsvert meiri en þessar tölur sýna. í þeim eru sem sé ýmisleg óviss útgjöld sveitarsjóðanna .ekki meðtalin, svo sem t. d. greftrunarkostnaður sveitarómaga, kostnaður við fátækraflutninga, bráðabirgðarsveitarstyrkur og lán til þurfalinga, sem sjaldnast eru endurgoldin. Auk þess er ómagameðlagið sjálfsagt að öllum jafn- aði minna, en það í raun og veru kostar að ala ómagann. Pegar alls þessa er gætt, verður því ekki neitað, að gjöldin til fátækra eru enn óhæfilega mikil, og það verður því í nánustu framtíð að reyna að finna einhver ráð til að minka þau og koma haganlegri skipun á fátækramál landsins. Pað er varla hugsanlegt að slíkt megi ekki takast, ef hyggilega er að farið; því sá heljarmunur er er þó ekld á velmegun t. d. Færeyinga og íslendinga, að jafn- mikill munur þurfi að vera á sveitarþyngslunum hjá þeim, eins og hann er nú. Samkvæmt skýrslu hagfræðisskrifstofunnar í Khöfn vóru 1880 af hverjum þúsund íbúum á Færeyjum ekki nema 3 á sveit (0,3 °/0), en um sama leyti vóru þeir á íslandi 53 af hverju þúsundi (5,8 °/0). I’etta virðist benda á, að Fátækramálum Fær- eyinga sé að einhverju leyti haganlegar fyrir komið en hjá oss. Fað er líka víst, að ef sveitastjórnirnar beittu sér dálítið betur gegn ýmsum þurfamönnum, þá mundi mega fækka þeim töluvert.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.