Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 73

Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 73
233 þess, að tala sveitarómaganna er svo afskaplega há og fátækra- útsvarið þyngsti skatturinn, sem hvílir á þjóðinni. Árin 1872—75 þáði að meðaltali 15. hver maður á öllu landinu af sveit (6,e °/0), 1891 hver 21. (4,u °/o), en 1895 ekki nema hver 31. (3,8 °/o). Petta sýnir ómagatöluna, en sveitarþyngslin sjálf sjást betur af því, hve miklu fé hefir verið varið til þurfamanna og hve mikið hefir komið á hvern gjaldanda. Árin 1872—75 kom af fátækraútsvari að meðaltali á hvern gjaldanda í krónutali 22,6, 1891: 12,1 og 1895: io,», en til hvers þurfamanns var 1872—75 að meðaltali varið í krónutali 48,0, 1891: 50,8 og 1895: 66.0. þessar tölur sýna, að sveitarþyngslin eru næsta mikil; en þær sýna líka, að þurfamönnum hefir mjög fækkað á þessu tímabili, sem eins og svo margt annað ber vott um bættan efnahag almennings. Fátækra- útsvar hvers gjaldanda er því líka orðið 12,3 minna í krónutali á ári 1895, en það var 1872—75, og er það engin smávegis fram- för, þegar þess er gætt, að árið 1895 var þó að meðaltali varið 17,4 meira í krónutali til hvers þurfamanns en 1872—75. En þó að sveitarþyngslin þannig hafi minkað mikið, þá er þó fátækraútsvarið enn mjög tilfinnanlegt, enda eru gjöldin til fátækra í rauninni talsvert meiri en þessar tölur sýna. í þeim eru sem sé ýmisleg óviss útgjöld sveitarsjóðanna .ekki meðtalin, svo sem t. d. greftrunarkostnaður sveitarómaga, kostnaður við fátækraflutninga, bráðabirgðarsveitarstyrkur og lán til þurfalinga, sem sjaldnast eru endurgoldin. Auk þess er ómagameðlagið sjálfsagt að öllum jafn- aði minna, en það í raun og veru kostar að ala ómagann. Pegar alls þessa er gætt, verður því ekki neitað, að gjöldin til fátækra eru enn óhæfilega mikil, og það verður því í nánustu framtíð að reyna að finna einhver ráð til að minka þau og koma haganlegri skipun á fátækramál landsins. Pað er varla hugsanlegt að slíkt megi ekki takast, ef hyggilega er að farið; því sá heljarmunur er er þó ekld á velmegun t. d. Færeyinga og íslendinga, að jafn- mikill munur þurfi að vera á sveitarþyngslunum hjá þeim, eins og hann er nú. Samkvæmt skýrslu hagfræðisskrifstofunnar í Khöfn vóru 1880 af hverjum þúsund íbúum á Færeyjum ekki nema 3 á sveit (0,3 °/0), en um sama leyti vóru þeir á íslandi 53 af hverju þúsundi (5,8 °/0). I’etta virðist benda á, að Fátækramálum Fær- eyinga sé að einhverju leyti haganlegar fyrir komið en hjá oss. Fað er líka víst, að ef sveitastjórnirnar beittu sér dálítið betur gegn ýmsum þurfamönnum, þá mundi mega fækka þeim töluvert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.