Eimreiðin - 01.09.1906, Page 3
i63
þekkist ekki önnur eins eymd og vesaldómur og á þessum stöðum.
Fátæktin á Islandi er ekki berandi saman við örbirgð þá, sem
finna má meðal lægri stétta í útlöndum; en eigi að síður má þó
finna meðal fátæklinga óþrifaheimili, sem að engu leyti standa að
baka hýbýlum aumasta lýðsins í útlöndum. Fjöldamargir reiðast,
ef á þetta er minst, og það er jafnvel ekki laust við, að maður
verði kallaður óþjóðlegur og ætdandssvikari, ef maður finnur að
þessu. En það væri áreiðanlega ekki unnið fyrir gíg, ef unt væri
að minka óþrifnaðinn í landinu, með því að rita um þetta mál,
því allar óþrifnaður, hverju nafni sem nefnist, er mesta skaðræði
fyrir heilsu og vellíðan manna, og allar mentaðar þjóðir gjöra
gangskör að því, að útrýma honum með hnúum og hnefum. Af
því að almenningi er eigi fyllilega ljóst, hvílíkt skaðræði og heilsu-
spilling fylgir óþrifnaðinum, vii ég leitast við að skýra málið.
Læknisfræðin hefur, eins og kunnugt er, tekið geysimiklum
framförum á síðastliðinni hálfri öld, en þó einkum og sér í lagi
tvær greinar hennar, nfl. skurðlækningafræði og sóttvarna- eða
heilsufræði. Ef vér nú gætum að, í hverju þessar framfarir eru
aðallega fólgnar, þá sjáum vér, að það er fyrst og fremst meiri
þrifnaður nú en áður. Ljósasta dæmið þessu til skýringar er
það, hve happasæll árangur hefur hlotist af því, að læknarnir hafa
lært að þvo sér um hendurnar og þvo sjúklingum sínum, því með
því hefur þeim tekist að frelsa líf og heilsu hundruðum þúsunda,
sem áður áttu sér engrar bjargar von.
Langt fram eftir öldum þóttu sáralækningar vera þvílíkt sóða-
starf, að lærðir læknar skoðuðu það sér ósamboðið, og létu rakara
og ómentaða sáralækna beita hnífnum, þegar þess þurfti. Ópera-
tiónsstofurnar voru þá sannnefndir sorphjallar, útataðar blóðslettum
og allskonar óþverra. Á undan óperatiónunum íklæddust skurð-
læknarnir gömlum sloppum með síðum ermum, sem voru gljáandi
af blóðstorku og ýmiskonar óhreinindum. Sjálfir fóru þeir óhrein-
um höndum og verkfærum um sárin. Pá þótti mönnum óeðlilegt,
ef ekki fylgdi hitaveiki og sárasótt eftir skurði, en allir holskurðir
og meiri háttar óperatiónir voru háðar þeirri lífshættu, að í þær
var eigi ráðist nema í sérstökum neyðarúrræðum.
Nú eru engir læknar í jafnmiklum metum hafðir og góðir
sáralæknar eða kírúrgar, og veljast til þess starfs mestu iærdóms-
menn. Nú eru óperatiónsstofurnar fyrirmyndarstaðir, hvað þrifnað
snertir, alt er margþvegið og fágað, svo að hvergi sést blettur.
ii*