Eimreiðin - 01.09.1906, Side 5
!Ó5
unarlaust, þangað til þær detta niður af sjálfum sér. Par gengur
Svartidauði enn þá engu vægari en á skipi Hval-Einars Herjólfs-
sonar, ennfremur kólera, bólusótt, taugaveiki og aðrir skaðræðis-
gripir. Að þessir og aðrir sjúkdómar hafa eigi náð bólfestu á ís-
landi á síðari árum, er sumpart að þakka fjarlægð landsins frá
öðrum löndum, en einkum þó því, að öll hin mentuðu lönd Evrópu,
sem viðskifti hafa við ísland, hafa um langan aldur með nákvæm-
um sóttvarnarráðstöfunum haft hemil á þessum sjúkdómum og
heft útbreiðslu þeirra.
Pví nú er öldin önnur í Evrópu en var á miðöldunum. Nú
hafa borgir og bæir þar annan hreinlætisblæ á sér en þá. Nú eru
götur stórborganna beinar og breiðar, og snoturlega hlaðnar upp
úr hreinlegu grjóti. Húsin eru háloftuð með mörgum og miklum
gluggum, sem leyfa sólinni að gægjast inn í hvern krók og kima,
til að benda mönnum á, ef eitthvað er óhreint og hreinsa loftið
með heitum geislum sínum. Enn einkum er gjörð gangskör að
því, að alt sorp og saurindi sé daglega flutt burt frá bústöðunum
þangað, sem það getur engum orðið að meini. Sumpart er séð
fyrir þessu með vögnum, sem daglega aka öllu brott, en sumpart
með þéttriðnu neti af vandlega lokuðum ræsum neðanjarðar og
vatnspípum úr steinlími eða járni. Oflugar vatnsdælur soga síðan
alt þetta skolp og leðju með miklum straumhraða, og óhreinindin
spýtast síðan langt út í sjó eða ár, sem fram hjá renna.
Petta er þrifnaður, og þessum þrifnaði er það aðallega að
þakka, að stórborgir, eins og Lundúnaborg, með 6 miljónum íbúa,
á að fagna almennu heilsufari, sem er betra en víðasthvar annar-
staðar, þrátt fyrir allan mannfjöldann. Að kóleran. sem barst til
Hamborgar 1892 óx ekki um alla borgina og þaðan út um Ev-
rópu, og að Svartidauði, sem fluttist til Vínarborgar 1898 og
Glasgów 1899 ekki breiddust út um löndin, var einnig aðallega
að þakka þrifnaði þessara borga. Sóttvarnir eru, með öðrum
orðum að mestu leyti fólgnar í þrifnaði.
Pað eru nú að vísu eigi allir sjúkdómar, sem unt er að stemma
stigu fyrir með þrifnaði, en margir eru þeir, og ég hef þegar nefnt
nokkra þeirra, en það má telja marga fleiri. Yfir höfuð má segja,
að allir hinir svonefndu sóttnæmu sjúkdómar, og allir aðrir sjúk-
dómar, sem lifandi sóttkveikjur valda, verði sjaldgæfari og
vægari, þar sem þrifnaður er almennur. Pað er líka í sjálfu sér
mjög skiljanlegt, hvers vegna einmitt þessir sjúkdómar láta undan