Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Síða 7

Eimreiðin - 01.09.1906, Síða 7
167 oss mönnum afarmikið gagn. Fyrst og fremst ber að geta þess, að það er þeim að þakka, að líkamir jurta og dýra geta rotnað eftir dauðann og orðið að mold. Án þeirra getur ekkert rotnað, og ef þær væru eigi, mundu líkamir dýra, jurta og manna liggja enn þá órotnaðir, alt upp að Adam og Evu. Að fiskur og kjöt úldnar, er bakteríum að kenna, að mjólkin getur súrnað, verður einnig fyrir tilstilli bakteríanna, og þess vegna er öll skyr-, smér- og ostagjörð þeim að þakka. Ennfremur eru það bakteríurnar, sem koma því til leiðar, að áfengi myndast í öli og víni, og má því óbeinlínis kenna þeim um allar illar afleiðingar ofdrykkjunnar. Margt fleira, bæði ilt og gott, eru afleiðingar starfsemi þeirra, en það, sem einkum hefur gjört þær illa þokkaðar, er alt það óheil- næmi, sem ýmsar tegundir þeirra valda með því, að setjast að í líkömum manna og dýra. Vér vitum nú, að flestallir sóttnæmir sjúkdómar eiga rót sína að rekja til hinna ýmsu tegunda bakterí- anna. Er þær setjast að í líkömum manna og dýra, gefa þær sem sé tilefni til sjúkdóma, er þær vaxa þar og tímgast, með því að alls konar skæð eiturefni myndast við vöxt þeirra, sem spilla blóðinu og öðrum pörtum líkamans. Bakteríuraar eru sóttnæmið, sem berst mann frá manni, er einn snertir annan, eða þá hluti, sem annar hefur snert. Flestir vita nú, að sóttnæmi tæringar- innar er aðallega fólgið í hrákunum, sem hrækt er hingað og þangað, þorna upp og berast svo sem ryk að vitum manna. Kvefsóttir, infiúenza, hálsbólga og fleiri sjúkdómar berast mann frá manni með líkum hætti. Ef allir gættu þess þrifnaðar, að hrækja ekki á gólfið, heldur f hrákadalla, sem daglega eru hreinsaðir, þá mundi sýkingarhættan við þessa sjúkdóma minka að stórum mun. Taugaveikisbakterían lifir næstum eingöngu í þörmum sjúklinganna og berst þaðan með saurnum og sýkir heil- brigða menn, ef ekki er nógu þrifalega farið með alt, sem niður af sjúklingunum gengur. Taugaveikin er vanalega afarsóttnæm á öllum óþrifaheim- ilum, og reynslan hefur sýnt, að þegar hún kemur upp á sveita- heimilum á íslandi, þar sem alt fólkið liggur í einni kös í baðstof- unni, einkum þar sem þrifnaður er á lágu stigi, þá er hún vön að tína upp hvert mannsbarn á heimilinu. Par sem hins vegar þrifn- aðar er gætt, eins og á betri heimilum í kaupstöðunum eða t. d. á sjúkrahúsum, er sýkingarhættan því nær engin, og menn láta óhult taugaveikissjúklinga liggja í sömu herbergjum og aðra.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.