Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Síða 11

Eimreiðin - 01.09.1906, Síða 11
t. d. kláðamaurinn; þess vegna er lúsugur maður sjúkur og þarf lækningar við, ekki síður en sá, sem hefur kláða. Lús er sjúk- dómur, sem reyndar í flestum tilfellum er svo vægur, að líkaminn venst við hann og verður eigi var við neinar illar afleiðingar hans, en eigi ósjaldan getur lúsin valdið hinum og þessum krankleika og ef til vill banameinum. Lúsin lifir í hársverðinum, á hörundi og í fatnaði manna, verpir eggjum, alt að 50 eggjum hver, sem ungast út sjálfkrafa, en fljótast þar, er þau njóta velgju líkamans. Lúsin getur eigi fremur en önnur dýr kviknað af sjálfsdáðum. Verði einhver snögglega var við lús á sér, getur hann gengið að því vísu, að hún er enginn nýgjörvingur, alt í einu til orðinn, heldur að lang- feðgatali komin af öðrum lúsum.1 Eins og kunnugt er, aka menn sér og klóra undan biti lúsanna. Við það myndast rispur og sár, sem geta opnað leið alls konar sóttkveikjum inn í blóðið. Sárin geta eitrast og orðið jafnvel banvæn. Pannig segir sagan, að Súlla, hershöfðingi Rómverja, hafi dáið af lúsasótt. Það er alkunnugt, að lúsug börn þrífast illa, en það er að kenna ýmsu sóttnæmi, sem lúsin hefur flutt þeim. Kirtlaveiki, krefða og hinir og þessir hörundskvillar ásækja miklu fremur börn, sem auk annarra óþrifa eru lúsug. Pað er eigi alþýðu kunnugt, en áríðandi að allir viti, að lúsin getur borið sóttnæmi frá einum manni til annars* Ein einasta lús getur flutt með sér mörg hundruð bakteríur án þess að þreytast af þeirri byrði, svo litlar og lauf- léttar eru bakteríurnar. Pað er alls eigi ólíklegt, að tæringin og aðrir sjúkdómar geti borist mann frá manni með þessu móti. Það virðist því vera full ástæða til að berjast gegn þessum óþverra. Erfiðleikarnir á því geta eigi kallast sérlega miklir, því með þvotti og suðu á öllum nærfötum og rúmfötum, með því að lauga allan 1 Ýmsir trúaðir menn halda því fram', að guð hafi ekki skapað lúsina, heldur kvikni hún á syndugum mannabúkum; en náttúrufræðingar nútímans hafa marg- sannað, að engin dýr geti kviknað af sjálfu sér. heldur fæðist dýr af dýri, koll af kolli. Margar og miklar líkur hafa verið færðar að því, að lúsin sé eins og aðrir sníkjugestir mannlegs líkama, kláðamaur, innýflaormar o. s. frv., afkomendur annarra dýra, sem smámsaman hafa úrkynjast og ummyndast. Með þessu móti verður það að nokkru leyti satt, sem Inga gamla eldakona sagði, að guð hefði ekki skapað lúsina, því ef hann hefði skapað hana upprunalega. eftir því sem í biblíunni stendur, þá hefði hann orðið að skapa Adam og Evu lúsug og með alls konar sníkjugesti, útvortis og innvortis, og það hefði hann naumast kallað »harla gott«. Sníkjudýr mannsins geta sem sé ekki lifað nema á eða í mannlegum líkama.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.