Eimreiðin - 01.09.1906, Side 14
174
er erfítt að halda hreinum og engin undur, þó andrúmsloftið verði
skaðvænt, nema fyrir þá, sem eru því hraustari að upplagi. í
þurrabúðarhúsunum í kaupstöðunum er þó ástandið verra, þó bað-
stofurnar séu slæmar. Á seinni árum hópast fátækt fólk úr sveit-
inni til kaupstaðanna. Húsaleiga er þar vanalega dýr og verður
því aumingja fólkið að láta sér nægja með eitt eða tvö lítil og
léleg herbergi. Loftrýmið verður þar töluvert minna en í bað-
stofunum og andrúmsloftið þess vegna miklu óhollara. Petta var
nú innanhúss.
Utanhúss er hreinlæti heldur ekki á háu stigi, hvorki í sveit-
inni né í kaupstöðunum. fað vill alt of oft brenna við, að lítið
sé hugsað um ræsi eða heppilegt fyrirkomulag til burtrýmingar
skolpi og sorpi, sem safnast saman. fó víða séu bæjarlækir,
býsna straumharðir, sem renna niður rétt við bæinn, kemur fæst-
um í hug að nota þá til að bera burtu ýmsan óþverra, heldur
hella menn ýmsu skolpi í hlaðvarpann, svo að þar myndast vilpa
eða forardý.
Pá vil ég loks minnast á eitt, sem útlendingar eru vanir að
telja ótvíræðan vott um sóðaskap. IJað er vöntun á salernum.
Útlendir ferðamenn kvarta oft sáran undan þessu, sem von er,
því bæði er það tilfinnanleg vöntun fyrir þá, sem frá blautu barns-
beini hafa vanist þess konar húsum, en auk þess er fátt ógeð-
feldara, en að sjá menn dreifa saur sínum hingað og þangað.
Jafnvel hundarnir eru hreinlegri, þeir velja sér þó vissar þúfur, og
kettirnir klóra yfir allan óþverrann. Margt fleira mætti nefna,
sem miður fer, en ég vil ekki ergja menn með meiru í þetta sinn.
Eg býst við, að sumum löndum mínum muni ef til vill ofbjóða
sumt af því, sem ég nú hefi sagt, og er það ekki nema eðlilegt,
því öllum tekur sart til síns lands og sinna landa; en ég býst líka
við, að sumir reiðist mér, en það munu aðeins vera þeir, sem
finna komið við eigin kaun sín.
Ég trúi á þýðingu þrifnaðarins fyrir líkamlega heilsu manna
og ég trúi því einnig, að líkamlegt hreinlæti efli og auki hreinlæti
sálarinnar. Pað er einlæg ósk mín, að við íslendingar megum
taka framförum í öllu góðu. Ég veit vel, að vegna fátæktar
vorrar og fjarlægðar o. fl. munum við aldrei geta fyllilega staðið
öðrum voldugri þjóðum á sporði, en ég er sannfærður um, að við
getum jafnast á við þær hvað þrifnað snertir, og ég vil að end-
ingu óska með skáldinu fyrir hönd íslands, að