Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Page 15

Eimreiðin - 01.09.1906, Page 15
i75 meiri verði þinn en þeira (o: annarra landa) þrifnaðr allr, unz himinn riinar. I'rifnaður er heilsubót, þrifnaður ber vott um hátt menn- ingarstig. Kaupmannahöfn i. nóv. 1904. Steingrímur Matthíasson. Tvær systur. íslenzk sveitarsaga. Ég þekti þessar tvær systur, þegar ég var unglingur. P;i voru þær báðar hnignar að aldri, orðnar kerlingar. þær voru af almúgafólki, jafnvel lægsta stigi. Nú eru þær báðar komnar undir græna torfu fyrir nokkrum árum og líklega muna menn nú ekki nema óljóst eftir þeim — fyr en ég minni á þær. þær hétu Sigurlaug og Geirlaug. þær voru alsystur, en ekki vitund líkar. Að lýsa þeim — jú, það má líklega til, þó ég helzt vildi komast hjá því, af ástæðum, sem mönnum munu betur skiljast síðar. því þær voru alt annað en ásjálegar, þegar ég þekti þær. Önnur þeirra, Sigurlaug, var vinnukona á næsta bæ við mig og hafði verið þar í mörg ár. Allir vissu það, að hún var þar vinnukona og jafnvel hitt líka að hún var oftast nær eina vinnukonan, að minsta kosti eina vinnukonan, sem toldi þar árlangt eða meira. því hann var ekki hjúasæll, bærinn sá. Menn vissu það líka, að hún vann að minsta kosti á við tvær vinnukonur, vann jafnvel karlmannsverk, vann seint og snemma, sýknt og heilagt og lét þarfir heimilisins sitja í fyrirrúmi fyrir sínum eigin þörfum. það hefðu margir þegið að fá slíka vinnukonu. En Sigurlaug gamla hirti ekki um að hafa vistaskifti.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.