Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Side 17

Eimreiðin - 01.09.1906, Side 17
177 Ég hefi séð margar manneskjur fara hlífðarlaust með heilsu sína, en enga eins og þessa konu. Pað var nóg að sjá útganginn á henni til að sannfærast um það, hve skeytingarlaus hún var með sjálfa sig. IJaö var meira en svo, að hún væri tötralega til fara, það lá við að það væri hneykslanlegt, því það var tæplega að garmamir, sem héngu utan á henni, væru nægilegir til að skýla nekt hennar, Um skjól móti kulda og stormum var varla að tala. Fótabúnaðurinn var venjulega stagbættir skóræflar, sem ekki var dæmalaust að sjá tærnar fram úr. Sokkarnir voru í göndli utan nm öklana og pilsin öll skötubörðótt. Hálsinn var oftast ber eða þá einhverrí klútríu hnýtt um hann, og skyrtan og treyjan flakti frá bringunni, því þar var slitið fram úr hverri hneslu. Erm- arnar voru slitnar frá eða því sem næst og alt annað eftir þessu. Pað þýddi ekkert, þó húsmóðir hennar áminti hana um að taka sér stund til að gera við garmana sína. Hún skeytti þvi engu, hún sá alt af eitthvað, sem heimilið þarfnaðist, og lét það æfinlega ganga fyrir. Svo sat hitt á hakanum eða var algerlega ógert. Og húsmóðirin var þá heldur ekki sú hirðumanneskja, að reka hana til þess, eða gera það sjálf eða láta gera það. Pannig var Sigurlaug alveg dæmalaus ræfill í sveit, þar sem ræflar voru þó ekki dæmalausir, og fólkið var ekki vant að kalla alt ömmu sína. Og ekki var þetta þess vegna, að hún kynni ekki að gera við föt. Éeir, sem höfðu þekt hana á yngri árum, vissu það, að hún var dável verki farin. Hreinlætið var eftir búningnum að öðru leyti. Éað gljáði á alla garmana af óhreinku, og þar sem sást í skyrtuna, var hún líkust baklepp upp úr hestshrygg. En það bar öllum saman um, að hve óþrifin sem hún væri, þá væri hún þó ekki lúsug. Pó varð flestum það annaðhvort sjálfrátt eða ósjálfrátt að hraða sér framhjá fletinu hennar í frambaðstofunni, þegar þeim var boðið inn í herbergi húsbændanna til að drekka kaffi. Ef til vill hefir það stundum verið af því, að húsbændunum var auðsjáanlega þægð í því, að menn hefðu þar sem skemsta viðdvöl. Hún var ekki glæsileg útlits, og þess vegna hafa líklega fáir virt hana viðlits. Mönnum hættir svo við því enn í dag að líta á tötrana í staðinn fyrir manneskjuna. En betur að gáð var hún hreint ekki ófríð. Ég man vel eftir 13

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.