Eimreiðin - 01.09.1906, Page 18
x78
andlitinu enn í dag. Það var að vísu mórautt og veðurbarið og
sjaldan hreint. Pað var orðið hrukkótt og ellilegt um leið og það
var veiklulegt. En það hafði auðsjáanlega einu sinni verið fremur
frítt. Pað hafði ekkert, sem eiginlega lýtti það. Munnurinn var
hæfilega stór, nefið beint og andlitsfallið samsvarandi og viðfeldið.
Augun voru brún og ekkert einfaldleg, en upplitið flóttalegt og
ekki djarfmannlegt, að minsta kosti ekki nú orðið.
Sama var að segja um vöxtinn. Pað var ekkert út á hann
að setja, og hefði hún nokkurntíma verið myndarlega búin, gat
vel verið að hún hefði verið snotur á velli. En hún var aldrei
svo búin. Hún hafði líka allmikið svart hár sem hefði getað
verið henni til prýði, hefði það nokkurntíma verið greitt. En það
hékk alla jafnan niður um vangana og axlirnar í ósnoturri bendu.
Sumir höfðu jafnvel þá skoðun, að Sigurlaug gamla væri
ekki með öllum mjalla. Ég skal ekkert um það segja. Takmörkin
eru oft svo óljós. Fleiri kunna að vera eitthvað geggjaðir en
almenningur veit.
Allir vissu að Sigurlaug gamla hafði eitt sinn orðið móðir,
þótt það virtist nú næstum því vera að færast í gleymsku. Dreng-
urinn hennar var nú uppkominn og orðinn hinn mannvænlegasti
maður. Hann hafði lært að leika á orgel og stundaði það við
sóknarkirkjuna. Allir í sveitinni höfðu heyrt hann leika á það,
nema móðir hans, því hún fór aldrei til kirkju.
Allir í sveitinni höfðu séð hann og haft tækifæri til að dást
að honum, nema móðir hans, því hann forðaðist að koma þangað,
sem hún átti heima.
Pað kom að vísu flestum saman um, að hann væri mannvæn-
legur maður og vel gefinn bæði til sálar og líkama, en hitt duldist
mönnum heldur ekki, að hann leit mikið á sig. Flestum þótti
það ljótt af honum, hve litla rækt hann sýndi móður sinni, en það
var í raun og veru eðlilegt, því hann þekti hana ekki. Síðan
hann var á hvítvoðungsaldri hafði hann aldrei séð hana nema með
annarra augum.
Sigurlaug spurði heldur aldrei um hann, en þegar gestir voru
komnir og voru inni í herbergi húsbændanna og voru að minnast
á son hennar, þá kom það fyrir, að hún settist á fletið sitt í
frambaðstofunni og hlustaði gaumgæfilega eftir hverju orði. Hún
heyrði þá bæði ljúft og leitt um hann talað. í*að var þunt móður
eyrað, en sjalfsagt hafa ekki margir gefið því gaum og sumir ef