Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Síða 19

Eimreiðin - 01.09.1906, Síða 19
179 til vill ekki einu sinni vitað það, að þetta var móðir »organistans.« Annars var ekki Sigurlaug gamla vön að hlusta á fréttir gestanna. Eg var einn af þeim, sem höfðu óbeit á Sigurlaugu gömlu, en þó gat ég ekki annað en kent í brjósti um hana. Ég leit á hana sem aumingja, sem ég gjarnan vildi gera eitthvað gott, hefði ég getað það. Ég leit á hana, sem sé, eins og allur fjöldinn leit á hana. Ég var þá langt frá því nógu þroskaður til þess að sjá, að innan undir þessum tötrum leyndist manneskjan sjálf: vera, með mannlegum tilfinningum og með fortíð að baki sér. Við mennirnir göngum á hverjum degi hnakkakertir fram hjá ýmsum vesalingum, sem við engan gaum gefum, en sem þó gætu ef til vill frætt okkur töluvert um mannlífið og breytileik þess, ef við værum ofurlítið minna-hnakkakertir. Ég man enn þá eftir henni þegar ég sá hana, sem næstum var daglega, því skamt var á milli bæjanna. Pað er ein af þeim minnismyndum, sem seint máist. Ég man eftir henni þegar hún var að sneiða hjá gestunum, svo þeir ekki heilsuðu sér. Ég man eftir henni þegar mamma var að taka hana tali, til að reyna að hafa upp úr henni, hvernig henni liði, og ég man eftir henni, þegar hún sat á fletinu sínu og var að hlusta eftir því, sem sagt væri um son hennar. Ég man líka eftir henni, þegar ég sá hana staulast heim götuna með stórar, þungar eldiviðarbyrðar á bakinu, þegar hún settist niður á götubakkann til að hvíla sig og ætlaði að springa af hósta, og ef hún var þá spurð um, hvort henni væri ilt eða hvort byrðin|yæri henni ekki of þung, svaraði hún alt af nei. Ég vissi líka, að þó hún legði þetta á sig, þá var síður en svo, að hún væri heilbrigð. Ég vissi að hún hafði bjúg á fótunum, sem smámsaman var að þokast lengra upp eftir, og þó ég væri ekki heilsufróður, hafði ég þó grun um, að það væri vottur um eitthvað ekki gott. En ég sá líka hvernig hún eins og hæddi sína eigin vanheilsu og vann eins og klakaklár meðan hún gat dregist á fótum. Unz það ekki var unt lengur og þessi vesalingur lagðist í rúmið og andaðist eftir þriggja daga legu — til óbætanlegs tjóns fyrir heimilið, sem hafði haft annað eins vinnuhjú. —--------- Hin systirin var harla ólík þessu. Ekki svo að skilja að hún væri meira aðlaðandi. Ekki í mínum augum. Hún var gift bónda þar í sveitinni, sem hét Jón Baldvinsson og hvert mannsbarn kannaðist við. 12'

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.