Eimreiðin - 01.09.1906, Qupperneq 20
i8o
Hún bar það líka með sér, að hún hefði verið fremur lagleg
í æsku; en það veit hamingjan, að hún var það ekki lengur.
Hún var feitlagin í andliti og mjög hrukkótt, svo andlitið var
ennþá óviðfeldnara fyrir fituna. Hún var öll jafn-hvítgrá yfirlitum
og hrukkurnar og fellingarnar jafnt um alt andlitið án þess að
mynda svip eða drætti. Það var sviplaus, ógreinilegur óskapnaður
af fituhnyklum og hrukkum. Hún hafði tamið sér öll svipbrigði, eftir
því, sem henni kom bezt í hvert skifti, án tillits til þess, hvort
þau voru henni eiginleg eða óeiginleg eða hvort þau fóru henni
vel eða illa. Pess vegna var hún nú sviplaus. Andlitið var á
stöðugu fálmi eftir svipbrigðum, eins og öldugutlandi, sem enginn
vindur beinir í stefnu. Pað bætti heldur ekki svipinn, að auga-
brýrnar, sem voru litlar og næstum háralausar, lágu eins og úfnir
fituklumbar uppi yfir augnalokunum.
Hárið var þunt og talsvert farið að grána. Ofan á því hafði
hún æfinlega skotthúfu, sem var svo stór, að hún huldi alt höfuðið
að ofan og náði niður á enni að framan, en hnakkabein að aftan.
Margar voru getur gárunganna um það, hvers vegna hún hefði
svona stóra húfu. Peir góðgjörnu sögðu, að það væri af því, að
hún væri búin að missa hárið uppi á höfðinu, auminginn, og þyrfti
húfunnar við til skjóls; hinir héldu nú, að það væri af einhverjum
lakari ástæðum. En gátan varð aldrei ráðin, því enginn vildi vinna
það til þess að komast fyrir sannleikann, að rannsaka hverju húfan
skýldi. Eitt vissu menn, og það var það, að Geirlaug forðaðist
að taka af sér húfuna, svo nokkur maður sæi.
En hún var hneigð fyrir að ganga þokkalega til fara og þvoði
sér oft í framan — alveg á sama hátt og kötturinn. — Hún
nuddaði feitu kinnarnar þangað til þær fóru að roðna og glansa,
en hirti ekki um að þvo upp úr hrukkunum og fellingunum, svo
þær voru alla jafnan svartar í botninn.
Hún var framhleypnin sjálf, hvar sem hún var stödd, sí-
malandi og sérlega lagin á það, að tala eins og hverjum þóknaðist.
Hún hafði líka eitthvert blessað lag á þessu feita, hrukkótta andliti
sínu, að láta það skína af gleði, og þakklæti og velþóknun þegar
svo bar undir, en gat hengt yfir það einhvern vellulegan sam-
hrygðarsvip, þegar henni þótti það við eiga. Og þó engum dytti
í hug að kalla hana greinda, kunni hún þó furðanlega tökin á
húsfreyjunum í sveitinni og kom sér yfirleitt vel við þær. Hún
gerði þær að vísu fljótt leiðar á sér, hverja eftir aðra. En hún