Eimreiðin - 01.09.1906, Qupperneq 29
189
var að hugsa. En enginn þorði að spyrja hana. Allir vissu að
það var árangurslaust.
En hún var að hugsa um það, sem á daga hennar hafði
drifið þetta eina ár. Um horfna hamingju og dánar vonir.
Hún vissi það ofurvel, að hún eignaðist þessi týndu hnoss
aldrei aftur. Hana langaði ekki einu sinni til þess. Pótt henni
hefði verið boðið það alt saman, hefði hún ekki viljað nýta það.
Hún vissi, að hamingjan fæst ekki með því, að ætla að beita
hana ofríki. Pó hún hefði getað barið fram rétt sinn gagnvart
Jóni Baldvinssyni og systur sinni, og þó hún hefði notið til þess
aðstoðar alls heimsins, sem hún átti fyrirfram vissa, þá hefði það
aldrei orðið til hamingju.
Nei, hana langaði aðeins til að hefna sín. Hana langaði að-
eins til að sýna þeim hjónaleysunum, hvernig hún hefði ráð þeirra
í hendi sér, ef hún vildi beita því.
Og ef til vill hefir það lengi legið fullþroskað í huga hennar,
hvernig hún skyldi fara að því, áður en hún framkvæmdi það.
Hún ráðfærði sig ekki við neinn mann. Og þess vegna kom
það flatt upp á alla, sem á eftir kemur. — —
Svo var það einn sunnudag snemma um sumarið, að það átti
að messa og lýsa til hjónabands með þeim Jóni Baldvinssyni og
Geirlaugu. Bað var búið að lýsa fyrstu lýsingunni.
Pað var um sama leyti sumars, eins og gert var ráð fyrir að
lýsingar byrjuðu með Jóni og Sigurlaugu fyrir einu ári síðan.
Fólk streymdi til kirkjunnar, því allir vissu, að úr því lýs-
ingar stóðu yfir, mundi áreiðanlega verða messað.
Bað var líka gott veður og lítil ástæða til að sitja heima, því
nú höfðu fæstir komið á hestbak síðan sumarannir byrjuðu.
Hjónaefnin voru sjálf við kirkjuna, og Geirlaug var ákaflega
upp með sér af þeirri athygli, sem kirkjufólkið veitti henni. Hún
gaf sig á tal við hvern mann og lék á als oddi.
En þegar menn voru gengnir í kirkju og forsöngvarinn var
byrjaður að belja sálminn, kom Sigurlaug til kirkjunnar.
Hún hafði leynt sér í laut utan við túnið, þangað til hún
heyrði að búið var að samhringja. Pá gekk hún heim að bænum
með barnið á handleggnum.
Hún fann vinnukonurnar að máli og spurði eftir prestskon-
unni.
Hún var ekki farin í kirkju, svo Sigurlaug fekk að tala við